Kraumslistinn 2009 kynntur 16. desember

December 15, 2009

Kraumslistinn 2009 verður kynntur miðvikudaginn 16. desember í Vonarstræti 4b, klukkan 16.00.

Kraumslistinn 2009,  viðurkenning Kraums til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi og spennandi í íslenskri plötuútgafu á árinu, verður kynntur miðvikudaginn 16. desember klukkan 16.00.

Samkoman og afhending viðurkenninga fer fram í Vonarstræti 4b (áður merkt Foreldrahús) sem hýsir skrifstofur Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru, auk Hönnunarmiðstöð Íslands.

Dagskrá:
– Kraumslistinn 2009 kynntur
– Lifandi tónlist

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Frekari upplýsingar um Kraumslistann má finna hér.