Partíþokan á Ísafirði

March 8, 2012

Hér er áríðandi tilkynning frá Prinspóló og Partíþokunni

Þessi blauti, dimmi og viðbjóðslegi vetur er senn á enda. Nógu lengi höfum við starað í myrkrið eins og blindir kettlingar. Nú er nóg komið. Partíþokan, boðberi taumlausrar gleði, leggur í eina ferðina enn. Nú er það Edinborgarhúsið á Ísafirði fimmtudagskvöldið 8. mars.

Fram koma:

ÚLFUR ÚLFUR
FM BELFAST
PRINSPÓLÓ
MAMMÚT
KLYSJA

Húsið opnar klukkan 20.00. Miðasala við hurðina. Miðaverð er 1900 krónur en nemendur MÍ fá miðann á 1500 krónur

Fögnum sólu með hnausþykkri og löðrandi Partíþoku. Alla leið.

Mætum tímanlega, skemmtum okkur fagmannlega.

Það er Kraumur tónlistarsjóður og Rás 2 sem styðja við Partíþokuna.

Partíþokan í flutningi FM Belfast og Prinspóló