Þungarokk á Neskaupsstað

July 9, 2009

Hljómsveitirnar Momentum, Muck, Ask the Slave, Skítur, Myra, Plastic Gods og Celestine leika á tónlistarhátíðinni Eistnaflug á Neskaupsstað 9.-12. júlí með stuðningi Kraums.

Eistnaflug Rokkfestival í Egilsbúð, Neskaupsstað, er ein af þeim tónlistarhátíðum sem sprottið hafa upp á landsbyggðinni á síðustu árum og náð að festa sig í sessa sem einn af skemmtilegustu tónlistarviðburðum ársins. Hátíðin er tileinkuð þyngri tegund rokktónlistar og var fyrst haldin árið 2005.

Molestin félagskapurinn og plötuútgáfan er með sérstakt kvöld á hátíðinni fimmtudaginn 9. júlí þar sem koma hljómsveitirnar Momentum, Muck, Ask the Slave, Skítur, Myra, Plastic Gods og Celestine. Tónleikarnir verða teknir upp og stendur til að gefa þá út á DVD, til kynningar á hljómsveitunum.

Innrásar-átak Kraums styður við tónleika þessara hljómsveita og upptökur á kvöldinu.

Hlekkir:
Eistnaflug
Molestin