Kraumsverðlaunin
Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs
Reglur & dómnefnd
Framkvæmdastjóri Kraums sér um val á yfirmanni dómnefndar Kraumsverðlaunnanna, sem skipaður er til tveggja ára. Yfirmaður dómnefndar og framkvæmdastjóri Kraums sjá í sameiningu um val á dómnefnd sem skipuð skal minnst 6 manns.
Dómnefnd skal starfa í samræmi við markmið Kraums og hugmyndafræði verðlaunanna. Kraumsverðlaununin eru ekki rekin í ágóðaskyni og enginn í dómnefndinni þyggur laun fyrir vinnu sína.
- Enginn meðlimur í dómnefnd má hafa fjárhagslega hagsmuni í tengslum við þær plötur sem hann tilnefnir eða fjallar um.
- Ætlast er til þess af dómnefndarmeðlimum að þeir láti ekki vina- né fjölskyldutengsl hafa áhrif á val sitt og störf innan dómnefndarinnar.
- Komi sú staða upp að innan dómnefndar að fjallað er um plötu sem einhver meðlima hennar hefur fjárhagslega hagsmuni af, og/eða náin vina- og fjölkyldutengsl, skal sá hinn sami ekki fjalla um plötuna og víkja sæti tímabundið af fundi dómnefndar.
Skilirði þess að plata geti hlotið Kraumsverðlaun:
- Hljómplatan þarf að hafa komið út á árinu sem verðlaunin er veitt.
- Hljómplaan skal hafa verið fáanleg almenningi, til sölu eða án gjalds, í verslun, á tónleikum eða á netinu.
- Efnið á plötunni skal að stærstum hluta vera frumsamið sem útilokar endurútgáfur og að einhverjum hluta tónleikaplötur. Ef um tónleikaupptökur er að ræða skal meta það, og taka tillit til, hvort um sé að ræða verulega breyttar útgáfur af lögum sem komið hafa út áður.
- Safnplötur sem innihalda verk fjölda flytjanda geta ekki hlotið Kraumsverðlaunin.
- Öll útgáfuform eru gjaldgeng til verðlaunanna, t.a.m. en þó ekki eingöngu útgáfa á geisladisk, vínyl eða í stafrænu formi á netinu.
- Markmið Kraumsverðlaunanna er að verðlauna íslenska plötuútgáfu, sú viðmiðunarregla skal vera viðhöfð að listamaður plötu sé íslenskur ríkisborgari, eða að meirihluta hljómsveitar séu íslenskir ríkisborgarar.
- Til að plata geti verið tilnefnd til Kraumslistans verður hún að innihalda a.m.k. 8 mínútur af tónlist, sem þýðir að stuttskífur (EP plötur) og aðrar plötur sem ná þeirri lengd eru góðar og gildar.
- Dómnefnd verðlaunanna sker úr um öll vafaatriði.