Posts Tagged ‘Kynningarstarf’

Kraumslistinn á Airwaves

Wednesday, October 13th, 2010

Kraumur mun standa fyrir dreifingu á verðlaunaplötum Kraumslistans frá síðustu tveim árum til erlendra blaðamanna yfir Airwaves hátíðina.

Kraumslistinn (áður Kraumsverðlaun) var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumslistinn var fryst valinn í lok árs 2008 og snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á þeim plötum dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en eina einstaka verðlaunaplötu. Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að dómnefnd velur 5 verðlaunaplötur sem gefnar eru út á árinu. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda verðlaunaplatna, en það skal aðeins gert ef alveg sérstök ástæða þykir til.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 16 aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Verðlaunaplötur 2008:

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Verðlaunaplötur 2009:

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Bloodgroup – Dry Land
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Hlekkir
Markmið & verðlaun
Dómnefnd og reglur
Saga & bakgrunnur
Kraumslistinn 2008
Kraumslistinn 2009

Kraumur á Iceland Airwaves

Sunday, October 10th, 2010

Kraumur og Backyard á Iceland Airwaves 2010, opnir ókeypis tónleikar á föstudaginn.

Kraumur og tónlistarmennirnir bakvið heimildarmyndina Backyard taka höndum saman á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, dagana 13.-17. október. Opnir ókeypis tónleikar verða fyrir alla aldurshópa á föstudaginn, þar sem fram koma nokkrar hljómsveitir úr myndinni. Á föstudaginn verður ‘spurt & svarað’ (Q&A) og umræður í kjölfar sýningar á myndinni á laugardaginn.

DAGSKRÁ:
Miðvikudagur 13. október, kl 17.00 – Backyard sýnd
Fimmtudagur 14. október, kl 17.00 – Backyard sýnd
Föstudagur 15. október, kl 17.00 – Backyard sýnd + Kraumur & Backyard tónleikar
Laugardagur 16 október, kl 17.00 – Backyard sýnd + Spurt & svarað / umræður
Sunnudagur 17. október, kl 17.00 – Backayrd sýnd

Viðburðirnir fara fram í Bíó Paradís (gamla Regnboganum), Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Airwaves gestir fá helmings afslátt á sýningunum, en ókeypis er á tónleikana.

Þetta er þriðja árið í röð stendur Kraumur fyrir dagskrá á Iceland Airwaves hátíðinni í samvinnu við tónlistarmenn og aðra góða aðila. Árið 2008 voru haldin tvö tónleikakvöld á Smiðjustíg sem opin voru öllum aldurshópum og innihélt m.a. tónleika með Dísu, Morðingjunum, Sam Amidon og Retro Stefson.

Í fyrra stóð Kraumur og ljósmyndarinn Hörður Sveinsson fyrir sýningunni Myndir & Mayhem þar sem íslensku tónlistarlífi var gerð skil í máli og myndum. Samhliða sýningunni í Kaffistofunni á Hverfisgötu voru haldin fjögur tónleikasíðdegi þar sem fram komu Sudden Weather Change, Sykur, Mammút, Who Knew, Bárujárn, Miri og fleiri upprennandi hljómsveitir. Auk þess sem Mugison var sérstakur leynigestur.

Mammút í Evrópu 2010

Friday, September 24th, 2010

Hljómsveitin Mammút komin heim úr tónleikaferð um Evrópu sem farin var í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Undirbúningur fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar Mammút til Evrópu stóð í nokkra mánuði. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sveitina og aðra plötu hennar, Karkari, í Þýskalandi og þýskumælandi löndum þar sem hún kom út á vegum Rough Trade útgáfunnar fyrir tæplega ári.

Alls lék sveitin 16 tónleikum á 17 dögum:

Jul 22 – Superkronik – (Leipzig, DE)
Jul 23 – Kino – (Ebensee, AT)
Jul 24 – Kuahgartn Open Air – (Babensham St. Leonhard, DE)
Jul 25 – Eier mit Speck Festival – (Viersen, DE)
Jul 27 – Am Schluss Festival – (Thun, CH)
Jul 28 – Sonic Ballroom – (Cologne, DE)
Jul 29 – Hafen 2 – (Offenbach, DE)
Jul 30 – Krach Am Bach – (Beelen, DE)
Jul 31 – Lott Festival – (Raversbeuren, DE)
Aug 1 – Astra Stube – (Hamburg, DE)
Aug 2 – White Trash – (Berlin, DE)
Aug 3 – Old Kino – (Slavonice, CZ)
Aug 4 – Tabacka Kulturfabrik – (Kosice, SK)
Aug 5 – Tüzraktér – (Budapest, HU)
Aug 6 – STUCK! 2010 @ Rockhouse – (Salzburg, AT)
Aug 7 – Stadtgarten – (Erfurt, DE)

Að sögn sveitarinnar gengur flestir þessara tónleika vonum framar, en eftirminnilegastir eru eftirtaldir:

Am Schluss í Sviss: Thun er fallegasta borg Sviss og þó víðar væri leitað, spiluðum á torgi einu niðrí bæ sem staðsett var á árbakka við hliðina á risastóru parísarhjóli. Þar voru samankomnir um 2000 manns sem einungis komu til að sjá Mammút.

Old Kino í Tékklandi: Leit illa út í fyrstu, pínulítill bær og slæmur tónleikastaður, en svo troðfylltist húsið og myndaðist þvílík stemning, sú besta á túrnum. Börn, unglingar, fullorðnir og gamalmenni dönsuðu þar saman trylltan dans og sungu jafnvel með á tímabilum. Kona ein með tárin í augunum gaf Kötu söngkonu svo armband eftir tónleikana.

STUCK! 2010 í Þýskalandi: Stærsta hátíðin sem spilað var á, kringum 8000 manns sem á hlýddu. Magnað í alla staði.

Eftir alla tónleika settust meðlimir bandsins niður og seldu geislaplötur og stuttermaboli af miklum móð. Svo skemmtilega (eða illa) vildi til að allar plötur Mammút seldust upp þegar um 10 tónleikar voru að baki og brá þá sveitin á það ráð að skrifa diska í tölvu sem með var í för og föndra fallegar skreytingar og myndir og búa til úr þeim umslög, að eigin sögn með misjöfnum árangri.

Mammút segir;

Þó svo að svona ferð sé vissulega snarasta snilld og oft mikið um dýrðir og húllumhæ þá er þetta líka mikil vinna, lýjandi á köflum og engan veginn gefins.

Peningar eru afar mikilvægir til að svona verkefni geti gengið vel fyrir sig og er í raun algjör forsenda þess að þetta sé yfirleitt gerlegt. Þar kom styrkur Kraums sér afar vel svo vægt sé til orða tekið.

Það er okkar einlæga mat að hefði styrkur Kraums ekki verið fyrir hendi hefði ferð þessi verið illfær og jafnvel ófær með öllu nema meðlimir Mammút hefðu ákveðið að stofna sér og sínum nánustu í skuldafangelsi. Og það er nú ekki ákjósanlegur kostur.

Við þökkum því Kraumi innilega fyrir stuðninginn og vonumst til að geta unnið meira með sjóðnum í nánustu sem og fjarlægri framtíð.

Kraumur þakkar á móti Mammút fyrir samstarfið. Góður árangur náðist í að bóka og skipuleggja ferðalagið, sem ekki síst má þakka dugnaði og sístækkandi tengslaneti sveitarinnar. Kraftur hennar við að koma sér og tónlist sinni á framfæri er greinilega farin að skila árangri í Þýskalandi, sem sífellt er að verða mikilvægari fyrir íslenska tónlistarmenn. Vonandi ryður þetta brautina fyrir frekari sigra Mammút og fleiri íslenskra tónlistarmanna í Þýskalandi og nágrenni.

Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma

Monday, September 13th, 2010

Tónskáldið og hljómsveitastjórinn Daníel Bjarnason fær lofsamlega dóma fyrir breiðskífu sína Processions. Kraumur vinnur með og styður Daníel við markaðsetningu plötunnar á erlendri grundu.

Daníel Bjarnason hóf kynningu á breiðskífu sinni Processions í mars á þessu ári með tónleikum í New York ásamt 17 manna hljómsveit. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis, en meðal viðkomustaða hafa verið Moskva og Tallin. Hérlendis kom Daníel fram á tónleikum í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem voru hluti af Listahátíð í Reykjavík og Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community.

Daníel Bjarnason vinnur nú að nýju verki með tónlistarmanninum Ben Frost sem er undir áhrifum frá kvikmynd Andre Tarkovsky Solaris og verður flutt á Unsound tónlistarhátíðinni með 28 átta manna sinfóníusveit Krakow-borgar. Meira hér.

Procession hefur fengið frábæra dóma í fjölmörgum fjölmiðlum erlendis. Má þar nefna  Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir plötuna vera með bestu útgáfum ársins 2010. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Daníel Bjarnason hefur unnið að útsetningum með fjölda innlendra tónlistarmanna og má þar nefna Sigur rós, Hjaltalín, Amiina og Ólöf Arnalds. Daníel er jafnframt einn af stofnendum og stjórnandi kammersveitarinnar Ísafold. Breiðskífa Ísafoldar ‘All Sounds to Silence Come’ hlaut Kraumsverðlaun – viðurkenningu Kraums á sviði plötuútgáfu árið 2008. Áætlað er að Daníel muni vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang í byrjun næsta árs að útsetningum fyrir tónleikaferð og nýrri breiðskífu.

“Processions deserves to be [Bjarnason’s] global breakthrough. It’s the sound of fire and instinct, the musical equivalent of a controlled burn. Perhaps all sounds to silence come, but thanks to Bjarnason, that sonic Armageddon seems a long distance away.”
Richard Allen — The Silent Ballet

“Of course, although it might often sound like complete chaos, with Bjarnason unable to keep a lid on the rage that boils within, Processions obviously required a degree of technical virtuosity akin to the ‘death jazz’ of The Thing and Soil And Pimp Sessions it occasionally resembles; that Bjarnason is leading an entire orchestra through this maelstrom even more impressive than a jazz trio soloing around each other. That, and the fact that this so-called ‘classical’ music makes even the most aggressive members of the jazz, electronic or metal avant-garde sound about as scary as Cliff Richard.”
Paul Clarke — Drowned in Sound

“Processions is the first full-length release for Bjarnason, who only recently turned 30. Clearly, he already possesses a wealth of knowledge about the history of classical (or classical-esque) music. For someone so young to have that knowledge and deploy it to deconstruct the music itself is mind-boggling and leaves listeners wondering what Bjarnason will break next.”
Erin Lyndal Martin — Popmatters.com

Kraumur styður og vinnur með Daníel Bjarnassyni að kynningu Processions á erlendum vettvangi.

Hlekkir

Ólöf Arnalds: Plata, myndband og tónleikaferð

Friday, August 27th, 2010

Ólöf Arnalds frumsýnir nýtt myndband við lagið “Crazy Car” og heldur í tónleikaferð þar sem hún leikur meðal annars með stórstjörnunum í Air í Frakklandi og Blonde Redhead í Bandaríkjunum.

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur í heilmikla tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin í vetur í kjölfar útgáfu annarrar breiðskífu sinnar; Innundir skinni, sem kemur út þann 13. september hérlendis sem erlendis. Í tónleikaferðinni mun Ólöf meðal annars leika á undan stórstjörnunum í Air á fernum tónleikum í Frakklandi í nóvember og vítt og breytt um Bandaríkin með Blonde Redhead í nóvember og desember.

Alls er búið að staðfesta 32 tónleika fyrir ferðina, sem hefst á End of the Road Festival í Bretlandi 12. september og lýkur Austin, Texas.

Nýtt myndband við lag á plötunni, “Crazy Car”, hefur nú verið frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Stereogum. Lagið er eitt af þremur lögum plötunnar sem Ólöf syngur á ensku. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson leggur Ólöfu lið í laginu og myndbandinu, sem hann leikstýrir ásamt Asdís Sif Gunnarsdóttir. Mynbandið má finna hér að neðan.

Innundir skinni kemur út mánudaginn 13. september hjá One Little Indian plötuútgáfunni erlendis og hjá Smekkleysu hér á Íslandi. Meðal þeirra sem leggja Ólöfu lið á plötunni eru Skúli Sverrisson, Davið Þór Jónsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock, Róbert Reynisson, Ragnar Kjartansson og Björk. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnar upptökum á plötunni, klíkt og hann gerði á síðustu og fyrstu plötu Ólafar, Við og við, sem kom út hjá 12 tónum árið 2007.

Kraumur tónlistarsjóður hefur unnið með Ólöfu Arnalds og stutt við tónleikhald hennar, kynningu á erlendum vettvangi og plötugerð Innundir skinni frá árinu 2008.

Innundir skinni – Tónleikferð:
09/12 – Salisbury, UK @ End of the Road Festival
09/14 – London, UK @ Bush Hall
09/15 – Bristol, UK @ Louisiana
09/16 – Manchester, UK @ Dulcimer
09/18 – Glasgow, UK @ Captain’s Rest
09/20 – Brussels, Belgium @ Botanique
09/21 – Berlin, Germany @ Private Club
09/23 – Hamburg, Germany @ Reeperbahm
09/24 – Dublin, Ireland @ Dublin Fringe Festival
09/25 – Paris, France @ Eustache
10/08 – Philadelphia, PA @ First Unitarian Chapel
10/09 – NY, NY @ Joe’s Pub
10/11 – Washington DC @ IOTA
10/15 – Columbus, OH @ Wexner Center
10/18 – Chicago, IL @ Schubas
11/03 – Brest, France @ La Carene *
11/04 – Caen, France @ Le Cargo *
11/05 – Paris, France @ Le Manege *
11/06 – Firminy, France @ De La Maison De La Culture *
11/14 – San Diego, CA @ House Of Blues ^
11/15 – Pomona, CA @ The Glass House ^
11/16 – Los Angeles, CA @ The Music Box ^
11/19 – San Francisco, CA @ Warfield Theater ^
11/20 – Portland, OR @ Roseland Theater ^
11/21 – Vancouver, BC @ Commodore Ballroom ^
11/24 – Seattle, WA @ Showbox at the Market ^
11/26 – Salt Lake City, UT @ The Depot ^
11/27 – Denver, CO @ Ogden Theater ^
11/29 – Houston, TX @ Warehouse Live Studio ^
11/30 – Dallas, TX @ Granada Theater ^
12/01 – Austin, TX @ La Zona Rosa ^

Myndband: Kraumur heimsóttur af SIR

Monday, August 23rd, 2010

Nýr þáttur Sleepless in Reykjavik kominn á netið með viðtölum og umfjöllun um starfsemi Kraums.

Þriðji þáttur vefþáttarins Sleepless in Reykjavik, sem sérhæfir sig í umfjöllun um íslenska tónlist og íslenskt tónlistarlíf, er komið á netið. Meðal efnis í þættinum er umfjöllun um starfsemi Kraums og viðtal við Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóra Kraums, og Elízu Geirsdóttir Newman, sem fer fyrir Trúbatrix hópnum, og var stödd á skrifstofu Kraums þegar liðsmenn SIR bar að garði.

Sleepless in Reykjavik hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir flotta þætti sína, en hver þáttur er um 15 mínutur að lengd. Viðtalið og umfjöllunin um Kraum hefst á mínútu 05.35 en þátturinn hefst á umfjöllun um myndbandagerð hljómsveitarinnar Ourlives og endar á tónleikaferð Árstíða um Vestfirði. Meðal efnis í fyrstu þrem SIR þáttunum hefur verið;

 • Ólafur Arnalds, viðtal (þáttur #1)
 • Kynning á Sleepless in Reykjavik (þáttur #1)
 • Heimsókn til gogoyoko.com (þáttur #1)
 • Viðtal við Reykjavík! (þáttur #2)
 • Heimsókn á æfingu Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands (þáttur #2)
 • Kynning á Eistnaflug tónlistarhátíð (þáttur #2)
 • Dalton og Elektra á tónleikaferð (þáttur #2)
 • Hljómsveitin Árstíðir á Vestjförðum (þáttur #3)
 • Ourlives myndbandagerð (þáttur #3)
 • Kraumur tónlistarsjóður heimsóttur (þáttur #3)

Hlekkir
Sleepless in Reykjavik – www.sir.is
Viðtal við skapara þáttana – Gunnar B. Guðbjörnsson-Sound & Vision
Sleepless in Reykjavik þáttur nr. 3 á Vimeo
Sleepless in Reykjavik á Facebook

The Sleepless In Reykjavik WebTv Series – Episode 3 from Gussi – Sleepless In Reykjavik on Vimeo.

Seabear í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum

Friday, August 13th, 2010

Hljómsveitin Seabear leikur vítt og breytt um Evrópu og Ameríku í kjölfar útgáfu á annari breiðskífu sinnar ‘We Built a Fire’, með stuðningi og í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð.

Hljómsveitin Seabear hlaut styrk frá Kraumi til að halda erlendis á tónleikaferðalag fyrr á árinu. Í fyrstu tónleikaferðinni var haldið til Þýskalands og Austurríkis. Tónleikar gengu vonum framar. Vel var mætt á alla tónleika og ný plata sveitarinnar, ‘We Built a Fire’ sem þá var formlega ekki komin út, seldist að sögn meðlima sveitarinnar mjög vel. Góð aðsókn í Þýskalandi og nágrannalöndum má hugsanlega tengja við það að plötufyrirtækið Morr Music, sem Seabear gefur út hjá, er frá Þýskalandi.

 • 28/02/10 : Feinkostlampe ˆ Hannover (D)
 • 01/03/10 : Steinbruch ˆ Duisburg (D)
 • 02/03/10 : Hafenklang ˆ Hamburg (D)
 • 03/03/10 : Nato ˆ Leipzig (D)
 • 04/03/10 : Festsaal ˆ Kreuzberg (D)
 • 05/03/10 : Beatpol ˆ Dresden (D)
 • 06/03/10 : 59to1 ˆ Munich (D)
 • 07/03/10 : B72 ˆ Vienna (A)

Hljómsveitin ferðaðist um á 9 manna bíl og gisti á hótelum í hverri borg fyrir sig. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að kynna nýju plötu sveitarinnar. Platan seldist eins og áður sagði vel ásamt öðrum fylgihlutum sem Seabear selur á borð við boli og töskur.

“Stuðningur Kraums nýttist vel því á þessu ferðalagi þurfti að borga hljóðmanni ásamt tveimur auka hljóðfæraleikurum, sem ekki eru í hljómsveitinni. Aðrir kostnaðarliðir eru: Bensín, hótel (sumsstaðar) ásamt ýmsu öðru sem þarf að leggja út í svona ferðalagi.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Þýskalandi

Svipaða sögu er að segja frá tónleikaferð Seabear um Bandaríkin og Kanada, sem farin var frá 17.mars-2.apríl. Góð mæting og áhugi á tónlist sveitarinnar. Þar spilaði Seabear á eftirfarandi stöðum:

Seabear byrjaði ferðalagið í Austin þar sem spilaði á einni stærstu tónlistarhatíð heims, South By Southwest, auk fjölda aukatónleika í borginni. Tónleikarnir gengu mjög vel og var hljómsveitinni vel tekið. Eftir South by southwest lá leiðin upp austurströndina og tónleikaröðin var eins og sjá má hér fyrir neðan. Tónleikar gengu vel en á þessum tíma var platan komin út og því aðeins minna að gera í plötusölu á sjálfum tónleikunum, enda platan komin í verslanir.. Engu að síður seldust bolir og aðrir fylgihlutir vel – sem skiptir hljómsveitina miklu til að ná endum saman.

 • Wed. Mar 17: Austin, TX @ SXSW
 • Thu. Mar 18: Austin, TX @ SXSW
 • Fri. Mar 19: Austin, TX @ SXSW
 • Tue. Mar 23: Washington, DC @ Black Cat backstage
 • Wed. Mar 24: Philadelphia, PA @ Kung Fu Necktie
 • Thu. Mar 25:  New York, NY @ Mercury Lounge
 • Fri. Mar 26: Brooklyn, NY @ Southpaw
 • Sun. Mar 28: Cambridge, MA @ TT the Bear’s
 • Tue. Mar 30: Montreal, QC @ L’escogriffe
 • Wed, Mar 31: Toronto, ON @ Horseshoe Tavern
 • Thu. Apr 01: Cleveland, OH @ Grog Shop
 • Fri. Apr 02: Chicago, IL @ Schuba’s

Tilgangur ferðarinnar var að svara eftirspurn og spila í Bandaríkjunum/Kanada þar sem Seabear hafði aldrei áður komið þangað. Einnig til að fylgja nýju plötu sveitarinnar ‘We built a fire’ eftir. Tónleikar eins og í Washington, Chicago, tvennir tónleikar í New York, Toronto gengu mjög vel og troðfullt var á þessum stöðum.

“Styrkur Kraums nýttist mjög vel á Bandaríkjatúrinn þar sem hljómsveitin þurfti að borga flugfarið fyrir alla í hljómsveitinni. Flugið er aðal kostnaðarliðurinn en eins og áður þá þurfti að borga hljóðmanni, tveimur aukahljóðfæraleikurum, “merch” manni, bensín, hótel (á mörgum stöðum), vegatoll ásamt ýmsu fleiru sem tengist því að ferðast.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Bandaríkjunum

- Seabear fór síðan á 3 vikna langan Evróputúr í maí.
– Í september fer sveitin síðan aftur á Þýskalandstúr sem endar á festivali í Berlín
– Í Október fer sveitin á vesturströnd Bandaríkjanna
– Í Nóvember fer sveitin síðan til Evrópu

“Seabear vill senda allar sínar bestu kveðjur og þakkir til Kraums fyrir að hafa stutt okkur á þessum tónleikaferðalögum.”

Kraumur tónlistarsjóður er stoltur af stuðningi við tónleika Seabear, mikil ánægja ríkir með árangur sveitarinnar við kynningu á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu.

Fylgstu með Kraumi á Facebook

Thursday, August 12th, 2010

Fylgstu með starfsemi Kraums á Fésbókinni.

Kraumur er nokkuð duglegur að láta til sín taka á Fésbókinni. Þar birtum við ýmsar fréttir úr starfseminni og gefum þeim sem vilja fylgjast með innsýn í hvað um er að vera á skrifstofu Kraums. Þó elstu fréttir og tilkynningar birtist auðvitað áfram á heimasíðu sjóðsins, kraumur.is, þá notum við Fésbókar-síðu okkar til að koma ýmsum fréttum og skilaboðum á framfæri.

Kraumur er á Facebook hér; www.facebook.com/kraumur

Ég stend á skýi

Wednesday, August 11th, 2010

Tónlistarráðstefna og fræðsla Kraums á Aldrei fór ég suður 2010 – rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði

Kraumur tónlistarsjóður og aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður héldu í sameiningu ráðstefnu og fræðslunámskeið um íslenska tónlist, þróun hennar og væntingar föstudaginn 2. apríl á Ísafirði. Þetta er í annað sinn sem Kraumur og skipuleggjendur hátíðarinnar leggja krafta sína saman með þessum hætti og líkt og í fyrra skiptið fór viðburðurinn fram í Edinborgarhúsinu samhliða hátíðinni.

Þátttakendur að þessu sinni voru um 60 manns, aðallega tónlistarmenn sem komu fram á Aldrei fór ég suður hátíðinni en auk þeirra voru margir áhugamenn um íslenska tónlist, heimamenn og gestir sem tóku virkan þátt í umræðunum.

Í ár voru málefni um hagsmuni tónlistarmanna mjög hugleikin, tónlistarútgáfa og það umhverfi sem menn búa við í dag! Utan um dagskrána hélt einn skipuleggjenda Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson. Dagskráin var byggð af þremur meginpallborðum og voru 3 manns boðaðir í hvert pallborð. Umræðurnar voru opnar í báðar áttir og tóku allir mikinn þátt í skemmtilegum umræðum. Ráðstefnan og námskeiðið var í ár undir yfirskriftinni “Ég stend á skýi” sem flestum fannst viðeigandi…!

Dagskráin:

 1. ALLIR ERU Í FÍNU FORMI

  Fyrsta umræðuefni dagsins var hin stafræna útgáfa sem tröllríður öllu. Er stafræn útgáfa fullgild útgáfa? Til að ræða þetta efni og reyna að svara þessum stóru spurningum voru fengin þau Haukur Viðar Alfrðsson  (í hljómsveitinni Morðingjum), María Rut Reynisdóttir (frá Gogoyoko) og Örn Elías (Mugison).

  Yfirskriftin var “Allir eru í fínu formi” og þar vitnað í Stuðmenn og Björgvin Halldórsson.

  Er stafræn útgáfa að verða viðurkennd útgáfa?
  Mugison reið á vaðið og sagði frá sinni reynslu en hann hóf að selja síðustu stóru plötu sína á netinu og bauð þar uppá niðurhal og fisíska útgáfan kæmi í framhaldi í pósti. Hann vildi meina að það hafi farið fram úr björtustu vonum, hann hafði talið að fáir þyrðu að nota netið á þennan hátt. Staðreyndin væri einfaldlega sú að miðlarnir hafa breyst svo hratt og iPod orðinn t.a.m. mjög eðlileg eign fólks.

  Haukur Morðingi taldi sinn áhangendahóp alls ekki að versla þeirra stöff á netinu, ekki vegna vankunnáttu frekar vegna þess að annar vettvangur hentar betur. Hann sjálfur notar vefinn ekki mikið til að kaupa tónlist.

  María Rut frá Gogoyoko upplýsti ráðstefnugesti um starfsemi Gogoyoko sem vakið hefur gríðarlega athygli. Vefurinn hefur vaxið gríðarlega og voru um 12.000 skráðir notendur á þessum tíma. Salan er að aukast og má segja að um 85% virkra tónlistarmanna séu með efni á vefnum. Að sama skapi er að aukast notkun vefjarins í Skandinavíu.

  Úr sal bárust spurningar um iTunes og hvers vegna sú þjónusta sé ekki í boði hér á landi. Hér eru IP tölur blokkaðar og forsjármenn tala um lítið markaðssvæði. Ráðstefnugestir töldu frekar að hagsmunamálin séu að flækja frekar og orsaka ekkert aðgengi hér.

  – Mugison hefur auðvitað selt gríðarmagn af plötum á netinu en peningarnir liggi alls ekki þar. Það er frekar að selja plötur og annan varning á tónleikum sem telur mun frekar.

  – Kristján Freyr skýtur því inn hvort það sé ekki áhyggjuatriði að ungt fólk í dag þekki ekki annað en að fá tónlist fría á netinu, margir nota frítt niðurhal á lagi í markaðssetningu sinni. Í framhaldi er spurt hvort mögulegt sé að “stór plata” sé að verða úrelt fyrirbæri og fólk hlusti bara á lag og lag hér og þar.

  – María segir ljóst að ungt fólk sé reiðubúið að greiða fyrir tónlist ef það veit að greiðslan skili sér til tónlistarmannsins. Einnig segir hún að unglingar séu ekki eini hópurinn sem er á vefnum, það kom glöggt í ljós þegar Hjálmar gáfu út plötu fyrir jólin. Þar sást líka að vefsalan kom ekki í veg fyrir að salan á plötunni sjálfri gengi vel. Á síðasta ári dróst sala á plötum á Íslandi um 4% á meðan netsala jókst umfram fisíska sölu á Bretlandi.

  – Haukur kom með þá hugmynd að menn gæfu út plötur sínar sem aðeins eitt lag (1 track) og kemst þá enginn upp með að stela bara einu lagi.

  – Mugisonsagðist hafa prófað að gefa allt stöffið sitt frítt í gegnum netið og þáði í staðinn netföng til að byggja upp tengslanet. Þar liggja mikil verðmæti. Mikilvægt að byggja upp gott samband við áhangendur sína.

  – María nefndi að tími svokallaðra stórstjarna í tónlist sé liðin og fleiri eigi uppá pallborðið, það se einmitt netinu að þakka. En þó að vefurinn sé þetta sterkur þá er jafnmerkilegt að vínillinn sé orðinn mjög vinsæll aftur.

  Þarna mynduðust gríðarlega áhugaverðar umræður og vakti inngrip Gríms Atlasonar mikla athygli. Hann benti á að símafyrirtækin fengju alltof miklar tekjur af allri þeirri tónlist sem fólk nálgast á netinu, það eru þessi fyrirtæki sem raunverulega eru að græða á tónlist í dag. Réttast væri að þau gæfu til baka á einhvern hátt og einnig ættu þau kannski að sjá til þess að opna megi fyrir aðgengi á Itunes og þau rukki þá fyrir notkunina.

  Útgangspunktur þessarar umræðu var kannski sá að við lifum á millibilstímum þar sem ekki er búið að fullslípa hvernig sölu á tónlist á internetinu skuli vera háttað. Hún er þó að þróast í rétta átt og öll form tónlistar færast nær miðjunni.

 2. HVAR ERU PENINGARNIR MÍNIR?

  Hvernig er hagsmunum tónlistarmanna varið? Mikið hefur verið skeggrætt í minni hópum hvort þrfi að hrista upp í verkalýðsbaráttunni. Til að tæpa örlítið á þessum málum fengum við Högna Egilsson (Hjaltalín), Hall Jónsson (Bloodgroup) og Steinþór Helga (útgefanda og umboðsmann Hjaltalín).

  Hvar eru peningarnir mínir, kvað skáldið Einar Örn Benediktsson Sykurmola úr Ghostigital.

  – Kristján Freyr spurði hvort sú þráláta mýta sem væri uppi um að takmarkaður hópur valinkunnra poppara væru áskrifendur af stórum summum svokallaðra STEF-gjalda og fjárúthlutana annarra félaga ætti við rök að styðjast. Eða eru tónlistarmenn almennt illa upplýstir og þess vegna ekki að nýta rétt sinn?!

  – Steinþór taldi hvort tveggja vera rétt. Annars vegar er kerfið afar flókið og  alls ekki aðgengilegt, sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu.

  Útvarpsstöðvar skila inn til STEFS svokölluðum spilunarlistum en þar er á reiki hvort allt sé að koma þangað inn. Er það einungis partur af dagskrárgerð RÚV og Bylgjunnar og lítið annað?! Það virtist koma fram í máli Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2 , á ráðstefnukvöldi ÚTÓN  á dögunum, að  alls ekki allt sem spilað er hjá þeim skli sér inn til STEFS.

  – Högni vill meina að yngri tónlistarmenn geri ekki of mikið í því að sækja rétt sín og kjör. Þeir eru jafnvel miklu virkari í spilamennsku en fá ekkert greitt. Þar kemur inn í dæmið að tónlistarmenn fylli ekki út tónleikaskýrslur eftir tónleika sína. Á móti kemur að staðirnir þurfi að greiða gjöld inn til STEFS en enginn sækir þá. Hvað verður um þessa peninga er ekki nógu skýrt. Svo virðist sem til sé samningur en svo er til “betri” samningur.

  – Hallur benti á að STEF væri auðvitað hagsmunafélag tónlistarmanna en félagið væri því miður ekki nægilega aðgengilegt, heimasíðan afar flókin og kerfið á allan hátt óskiljanlegt. Þar eru rangar áherzlur.

  – Steinþór ræddi um öll þessi félög hér á landi og önnur aðildarfélög: STEF, FTT, FÍH, NCG, ASCAP, SESAC, PRS, PPL… Svo er Samtónn hattur yfir öll félögin. Þetta væri of mikið og brýnt að skerpa línurnar. Svo vantar inn í dæmið félag sem heldur utan um flutningsrétt.

  – Grímur Atlason benti á úr sal að áherslurnar væru vissulega rangar. T.a.m. fengju lítil sveitarfélög úti á landi það oft óþvegið frá félaginu og þyrfti að borga himinháar fjárhæðir fyrir litlar uppákomur.

  – Kristján benti líka á að staðir af öllu tagi fengju orðsendingu frá STEFI ef  þeir auglýstu uppákomu einhvers staðar. Hinsvegar fengju tónlistarmenn aldrei áminningu um að skila inn tónleikaskýrslum, þá er þær uppákomur mjög oft auglýstar í blöðum.

  – Högni benti á að eitthvað væri gruggugt við þessar úthlutanir. Sér til stuðnings nefndi hann lag með Sprengjuhöllinni sem var vinslæasta lagið á Íslandi um langa hríð en hafi ekki skilað nema smárri upphæð í vasa höfundana.

  Lóst var að hægt var að ræða þessi mál endalaust og mönnum var heitt í hamsi þó svo að umræðan hafi aldrei farið á háa C-ið.

 3. VIÐ GERUM OKKAR, GERUM OKKAR, GERUM OKKAR, GERUM OKKAR BESTA!

  Í þriðja og síðasta umræðugrundvelli okkar þennan dag ræddum við saman um hvernig landslag tónlistariðnaðurinn hefur skapað sér á Íslandi. Það er ljóst að tónlist skipar stórt hlutverk hér á landi og út a við. Talið er t.a.m. að það sem erlendir ferðamenn sækja hingað til lands sé einna helst landslagið eða auðnin og í öðru sæti er það tónlist og menning hverskonar. En hvernig er að „vinna“ við tónlist á Íslandi?

  Til þess að svara þessu fengum við Grím Atlason (sveitastjóra í Dalabyggð og umboðsmann FM Belfast og Retro Stefson), Birgi Örn Sigurjónsson (Bigga Bix tónlistarmann) og Láru Rúnars (tónlistarmann og innkaupastjóra Skífunnar)

  – Biggi sem býr á Ísafirði var að gefa út sína fyrstu plötu á dögunum. Hann getur ekki ímyndað sér né hefur hann væntingar um að vinna við tónlist. Fæstir gera það hér á landi og hafa það frekar sem sitt tómstundagaman.

  – Lára bætir við að ungir listamenn hendi sér oftar en ekki út í djúpu laugina og reyna að svamla að bakkanum án þess að vita réttu leiðina endilega.

  – Kristján bætir því við að það sé hugsanlega kostir og gallar við þá staðreynd. Það borgar sig alltaf að hafa leiðsögn en hinsvegar er það örugglega ástæðan fyrir því hversu framarlega við erum í menningu og listum sú staðreynd að við erum ekki að velta hlutunum mikið fyrir okkur, gerum bara!

  – Biggi er spurður hvernig það er að sinna tónlistinni á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir það engum vandkvæðum bundið, hann er nýbúinn að gefa út plötu og fékk henni dreift hjá útgáfu í Reykjavík og svo noti hann ferðir sínar suður til að spilaog kynna sig með einhverju móti. Svo er það auðvitað internetið sem er til staðar í dag en var ekki áður, það hefur minnkað heiminn.

  – Kristján Freyr spyr Grím Atlason hvort við getum borið okkur saman við nágrannaþjóðir og hvernig tónlistarumhverfið er í þeim samanburði.

  – Grímur hefur ferðast mikið uppá síðkastið og kynnst því umhverfi sem er í boði í Evrópu og Skandinavíu. Grímur skrifaði mjög fína grein á bloggsíðu sína á Eyjunni um þessi mál, greinin nefnist „Lifi tónlistin og Evrópa“ 04. Mars 2010, http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2010/03/04/lifi-tonlistin-og-evropa/.

  Þar segir m.a. „..Út um alla Evrópu eru tónleikastaðir sem taka á móti listamönnum með gistingu, mat, góðum aðbúnaði og launum fyrir spilamennskuna. Hljómsveitir, sem eru að byrja í bransanum, njóta styrkja þannig að þær geti flutt sköpun sína og gert eitthvað uppbyggilegt. Hið vonda Evrópusamband styrkir spilastaðina þannig að þeir getir starfað árið um kring. Þeir eru ekki aðeins í stóru borgunum heldur líka í minni bæjum og jafnvel úr leið. Það er nefnilega skilningur á því að menning er hluti lífsgæða sem eru manneskjunni jafn mikilvæg og saltfiskur og skyr.”

  Okkur Íslendingum hefur ekki gengið vel í útrás með margt annað en menninguna. Bókmenntir voru okkar helstu afurðir hér áður en síðustu tvo áratugi hefur tónlistin skilað okkur meiri verðmætum en flestir gera sér grein fyrir. Hér er líka verið að tala um peningaleg verðmæti. Þrátt fyrir þetta leggjum við nær ekkert til þessarar greinar. Hljómsveitir sem eru að reyna að hasla sér völl hérlendis og erlendis njóta engra eða smánarlega lágra styrkja. Tónleikastaðir í Reykjavík skipta flestir um kennitölur á nokkurra missera fresti. Tónleikar á landsbyggðinni eru sjaldgæfur munaður og meistarar eins og Haukur á Græna hattinum eru upp á náð og miskunn leigusalanna komnir“.

  Grímur segir það skjóta skökku við að margar aðrar greinar skuli fá meira fjármagn en menning og listir, t.a.m. landbúnaður sem skilar ekki eins miklum tekjum og tónlist og menning. Hann segir jafnframt grátlegt á meðan hljómsveitir, jafnvel óþekktar, skuli ávallt fá greiðslur fyrir spilamennsku á stöðum í Evrópu þurfi íslenskar hljómsveitir að punga út greiðslum til að fá að spila á sumum stöðum. Oft þurfi jafnan að útvega hljóðkerfi og slíkt einnig. Í Danmörku sé virkur sjóður þar sem skemmtistaðir fá jafnan úthlutað úr til að greiða hljómsveitum fyrir spilamennsku.

  – Lára hefur unnið í Skífunni í nokkur ár og séð um innkaup fyrir þær verslanir. Nú sé hinsvegar að draga til tíðinda því Skífan mun loka verslun sinni við Laugaveg í sumar. Sú verslun er sú stærsta á Íslandi og það sé eflaust mikið reiðarslag fyrir tónlistarmenn og framleiðendur. Lára segir að tónlistarmenn þurfi enn frekar að vera á tánum til að lifa af eða að geta sinnt listinni. Menn þurfi að spila mikið til að kynna sig, selja inn á tónleika, selja ýmiskonar markaðsefni, boli og slíkt og reiða sig síður á mikla plötusölu. Enda ekki mikil plötusala í dag. Annars finnst Láru ekki vera mætt nógu vel á tónleika hér á landi.

  – Kristján vill meina að við megum vera heppin hér. Bæði er fólk duglegt að kaupa íslenska tónlist og það hafi virkilega aukist að fólk mæti á tónleika sérstaklega eftir efnahagshrunið.

  – Birgir tekur undir með tónleikamenningu. Fólk kunni vel að meta að það sé margt í boði. Biggi vill einnig undirstrika það að tónlistarmenn megi ekki gleyma því að ferðast út á land. Það sé mikilvægt að kynna tónlist sína allan hringinn en ekki bara í miðborg Reykjavíkur.

  – Grímur vill að menntamálaráðuneytið stuðli að því að Félagsheimilin verði nýtt betur í því samhengi. Rekstraraðilar þeirra húsa eiga að fá stærri fjárframlög til að reka þau hús með myndarskap, láta þau ekki grotna niður og geta aukinheldur gert vel við þá skemmtikrafta sem vilja heimsækja þessa staði.

  – Kristján tekur undir orð Gríms og segir mikilvægt fyrir alla byggð á landinu að geta tekið þátt í menningartengdri ferðamennsku. Félagsheimilin eru kannski undirstaðan að því öllu. Að lokum minnir hann einnig á að samkoman sem hann ávarpar sé stödd á hátíð sem spratt fram af einstaklingsfrumkvæði sem hefur gert mikið fyrir tónlist og menningu á Vestfjörðum.

 4. SAMANTEKT

  Það var vel mætt á þessa ráðstefnu og námskeið okkar í ár. Bæði barst hróður síðasta málþings fyrir ári síðan og einnig hafði þetta verið vel kynnt í bænum. Það var því góð blanda af bæjarbúum, tónlistarmönnum sem spiluðu á hátíðinni og öðrum gestum. Allir þeir sem sátu í sal tóku virkan þátt í umræðunum frá byrjun, enda ítrekaði fundarstjóri það strax að þetta ætti ekki að vera formleg fundarsköp með þungum fyrirlestrum.

  Málefnin sjálf voru stór og því ekki mörg. Þau þurftu líka mikla umræðu og margar skoðanir komu fram. Stafræna útgáfan er auðvitað mjög hugleikin öllum í þessum iðnaði og morgunljóst að við lifum á miklum umbrotatímum í tónlistarútgáfu. Einnig fengum við fróðlega yfirferð á hagsmunabaráttunni. Menn hafa greinilega fengið mikla og aukna fræðslu í kjölfar fyrirlestrarkvölda hjá Útflutningsráði íslenskrar tónlistar. Fundarmenn höfðu það að orði.

  Það sem sat einna helst í mönnum eftir fundinn voru þeir punktar sem komu fram um stafrænt niðurhal og símafyrirtækin. Flestir voru mjög heitir í kjölfar þeirrar umræðu. Einnig hafði grein Gríms og hans úttekt á tónlistarlífinu í Evrópu mikil áhrif á mannskapinn.

  Á meðan fundi stóð fengu fundarstjóri og Örn Elías þau tíðindi að flugvél sem innihélt stóran hluta þeirra tónlistarmanna sem áttu að skemmta seinna um kvöldið hafi ekki farið af stað. Það fór um fundargesti því hátíðin var í húfi. Það var því ljóst að menn myndu yfirgefa fundarsalinn til þess að mæta á krísufund vegna slæms veðurs.

  Þegar fundi var slitið var öllum fundargestum boðið í plokkfiskveislu í Tjöruhúsið í Neðstakaupstað og fóru því flestir fagnandi úr salnum beint upp í rútu. Þess má einnig geta að krísufundurinn fór vel og Hjálmar, Ingó og veðurguðir mættu á sínum fjallabílum seinna um kvöldið og náðu að spila. Hinsvegar komust Pollapönk aldrei vestur.

  Lokaorðin hljóta að innihalda þakkarorð til þeirra sem lögðu hönd á plóg fyrir þetta málþing, sem bar yfirskriftina “Ég stend á skýi” og er þar auðvitað vitnað í ísfirðinginn Helga Björnsson sem svo sannarlega lét sig ekki vanta á hátíðina í ár sem endranær. Skipuleggjendum Aldrei fór ég suður, öllum sem tóku þátt í pallborðunum, öllum þátttakendum í sal og síðast en ekki síst samstarfs- og stuðningsaðilanum Kraumi-tónlistarsjóði sem hafði veg og vanda að því að gera okkur þetta kleift.

  Benjamín Mark Stacey og Kristján Freyr Halldórsson rituðu samantekt.

Mammút til Evrópu

Wednesday, July 14th, 2010

Hljómsveitin Mammút heldur í tónleikaferð til Evrópu með stuðningi og í samstarfi við Kraum – leikur 16 tónleika  á 17 dögum.

Hljómsveitin Mammút hefur tónleikaferð sína um Evrópu á tónleikastaðnum Superkronik í Leipzig þann 22. júlí. Í framhaldinu taka við tónleikar víða um mið-Evrópu, m.a. á Am Schluss Festival í Sviss og Lott Festival í Þýskalandi. Tónleikaferðin er liður í kynningu Mammút á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu, Karkari, í Evrópu með sérstaka áherslu á Þýskaland og þýskumælandi lönd á borð við Austurríki og Sviss.

Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK, en fékk síðar nafnið Mammút þegar strákarnir bættust í hópinn. Mammút sigraði Músíktilraunir árið 2004 og gaf út fyrstu plötu sína árið 2006 samnefnd hljómsveitinni. Tveimur árum síðar kom önnur breiðskífa sveitarinnar, Karkari, út og fékk m.a. viðurkenningu Kraums fyrir að skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika sem ein af plötum Kraumslistans/Kraumsverðlaunanna.

Mammút hefur fylgt Karkari eftir með tónleikum víð landið og einnig leitað utan landsteinana með tónleikum í Noregi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Þetta er stærsta tónleikaferð sveiterinnar erlendis til þessa.

Mammút í Evrópu – Dagskrá:
Jul 22 – Superkronik – (Leipzig, DE)
Jul 23 – Kino – (Ebensee, AT)
Jul 24 – Kuahgartn Open Air – (Babensham St. Leonhard, DE)
Jul 25 – Eier mit Speck Festival – (Viersen, DE)
Jul 27 – Am Schluss Festival – (Thun, CH)
Jul 28 – Sonic Ballroom – (Cologne, DE)
Jul 29 – Hafen 2 – (Offenbach, DE)
Jul 30 – Krach Am Bach – (Beelen, DE)
Jul 31 – Lott Festival – (Raversbeuren, DE)
Aug 1 – Astra Stube – (Hamburg, DE)
Aug 2 – White Trash – (Berlin, DE)
Aug 3 – Old Kino – (Slavonice, CZ)
Aug 4 – Tabacka Kulturfabrik – (Kosice, SK)
Aug 5 – Tüzraktér – (Budapest, HU)
Aug 6 – STUCK! 2010 @ Rockhouse – (Salzburg, AT)
Aug 7 – Stadtgarten – (Erfurt, DE)

Hlekkir
Mammút á MySpace

Mammút á Facebook
Mammút á gogoyoko

Feldberg á Great Escape

Thursday, May 27th, 2010

Feldberg á Great Escape hátíðinni og í Dazed & Confused.

Feldberg gerði góða för á bresku tónlistarhátíðina The Great Escape í Brighton 13.-15. maí. Dúettinn spilaði á sviði sem kallast Audio venue – Levi’s Ones To Watch við góðar viðtökur og athygli, sem m.a. skilaði sér í umfjöllun tímaritsins Dazed & Confused.

The Great Escape hátíðin þykir leiðandi í Evrópu fyrir nýja tónlist og sótt af fjölmörgum starfsmönnum tónlistarbransans. Samtals sækja um 15.000 manns hátíðina. Þar af þeim eru 5000 manns úr tónlistar- og útgáfubransanum.

Feldberg lék jafnframt á þrennum tónleikum í London í lok apríl í tilefni þess að lagið ‘Dreamin’ af breiðskífu þeirra Don’t Be a Stranger er komið í alþjóðlega dreifingu gegnum plötuútgáfuna Kitsuné. Feldberg léku á jafnframt útgáfutónleikum fyrir safnplötuna Kitsuné Masion 9, sem inniheldur lagið, í byrjun maí mánaðar. Lagið, sem var valið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009, er væntanlegt á smáskífu síðar í ár.

The Great Escape 2010: Feldberg & Japandroids
Feldberg í tímartinu Dazed & Confuesed

Fleiri hlekkir:

Seabear á erlendri grundu

Tuesday, May 11th, 2010

Hljómsveitin Seabear leikur vítt og breitt um Evrópu.

Hljómsveitin Seabear fylgir annarri breiðskífu sinni, We Built a Fire, með tónleikahaldi víða um Evrópu. Platan kemur út hjá Morr Music í Evrópu og Bandaríkjunum. Svetin spilaði nýlega á fjölmörgum tónleikum vestanhafs,  m.a. á SxSW hátíðinni sem er ein stærsta tónlistarhátíð heims, við góðar viðtökur og dóma. Lag af We Built a Fire var nýlega notað í bandarísku sjónvarpsþáttunum Grey’s Anatomy.

Kraumur styður og vinnur með Seabear að kynningu We Built a Fire erlendis.

Fylgis með Seabear hér:

Seabear – Tónleikadagskrá
30/04/2010  –  POSTEN  –  Odense (DK)  –  GET YOUR TICKETS
01/05/2010  –  TEMPLET  –  Lyngby (DK)  –  GET YOUR TICKETS
03/05/2010  –  MEJERIET CAFE  –  Lund (SE)  –  GET YOUR TICKETS
04/05/2010  –  PUSTERVIKSBAREN  –  Gothenburg (SE)  –  GET YOUR TICKETS
05/05/2010  –  DEBASSER SLUSSEN  –  Stockholm (SE)  –  GET YOUR TICKETS
06/05/2010  –  VOXHALL  –  Aarhus (DK)  –  GET YOUR TICKETS
08/05/2010  –  UNTERGRUND  –  Bochum (D)  –  GET YOUR TICKETS
09/05/2010  –  GEBÄUDE 9  –  Köln (D)  –  GET YOUR TICKETS
10/05/2010  –  BITTERZOET  –  Amsterdam (NL)  –  GET YOUR TICKETS
11/05/2010  –  CAFE VIDEO  –  Gent (B)  –  NO PRESALE
12/05/2010  –  LE NUITS DE BOTANIQUE  –  Brussel (B)  –  GET YOUR TICKETS
13/05/2010  –  ROEPAEN  –  Ottersum (NL)  –  GET YOUR TICKETS
14/05/2010  –  EXIT07  –  Luxembourg (LUX)  –  GET YOUR TICKETS
15/05/2010  –  GREAT ESCAPE FESTIVAL  –  Brighton (UK)  –  GET YOUR TICKETS
16/05/2010  –  BRUDENELL  –  Leeds (UK)  –  GET YOUR TICKETS
17/05/2010  –  GARAGE  –  London (UK)  –  GET YOUR TICKETS
18/05/2010  –  START THE BUS  –  Bristol (UK)  –  TBA.
19/05/2010  –  SPANKY VAN DYKE’S  –  Nottingham (UK)
20/05/2010  –  POINT EPHEMERE  –  Paris (F)  –  GET YOUR TICKETS
21/05/2010  –  GRAND MIX  –  Tourcoing (F)  –  GET YOUR TICKETS
22/05/2010  –  EKKO  –  Utrecht (NL)   –  GET YOUR TICKETS
12/08/2010  –  HALDERN POP BAR  –  Haldern (D)
13/08/2010  –  LES DOUX VENDREDIS D’AOUT  –  Namur (B)
14/08/2010  –  DOCKVILLE FESTIVAL  –  Hamburg (D)  –  GET YOUR TICKETS
15/08/2010  –  SOMMERSCEN  –  Malmö (SE)
11/09/2010  –  BERLIN FESTIVAL  –  Berlin (D)

Kraumur kynnir stuðning við íslenskt tónlistarlíf

Friday, April 16th, 2010

Rúmum tíu milljónum var veitt til 22 verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Kraumur tónlistarsjóður kynnti á fimmtudag (15. apríl) fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir fyrir árið 2010.

Tuttugu listamenn og hljómsveitir hljóta beinan stuðning frá Kraumi og samstarf við verkefni sín á árinu; Bang Gang, Bloodgroup, Bryndís Jakobsdóttir, Daníel Bjarnason, Einar Scheving, Feldberg, FM Belfast, Hafdís Bjarnadóttir, Kammerkórinn Carmina, K-tríó, Leaves, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Seabear, Sólstafir, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur mun jafnfram halda áfram með eigin verkefni; m.a. að styðja við íslenska plötuútgáfu verðlauna framúrskarandi árangur á því sviði með Kraumslistanum – sem og halda Hljóðverssmiðjur í sumar með ungum og upprennandi hljómsveitum og listamönum.

Samtals er nú verið að veita 10,8 milljónum til margvíslegra verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Alls bárust 208 umsóknir í nýliðnu umsóknarferli. Yfir 180 umsóknir hlutu ekki styrk eða stuðning Kraums, og ljóst að mikill fjöldi flottra og verðugra verkefna hlutu ekki stuðning að þessu sinni. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi.

Áhersla er lögð á kynningu á íslenskri tónlist og verkum íslenskra listamanna á erlendri grundu í stuðningi Kraums að þessu sinni – auk stuðning við starfsemi listamanna og hljómsveita hérlendis; allt frá vinnu við lagasmíðar og upptökur á eigin verkum, til námskeiða og tónleikahalds á landsbyggðinni.

Kynningin og úthlutunin fór fram fimmtudaginn 15. apríl á Kaffi Rósenberg, einum helsta tónleikastað Reykjavíkurborgar. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Kraums bauð fólk velkomið og greindi jafnframt frá því að vegna anna væri hún að hætta í stjórninni, eftir að rúmlega tveggja ára farsælt starf fyrir sjóðinn og hafa átt stóran þátt í að koma honum á laggirnar og leggja línurnar í starfsemi hans.  Pétur Grétarsson varaformaður tók við stjónarformennskunni. Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums greindi frá verkefnum sjóðsins og úhlutunum. Loks tóku Retro Stefson og Feldberg lagið við góðar undirtektir viðstaddra.

KYNNING Á ÍSLENSKRI TÓNLIST Á ERLENDUM VETTVANGI
Stærstu samstarfsstyrkina að þessu sinni fá hljómsveitin FM Belfast, við tónleikahald og kynningu á verkum sínum erlendri gundu, og tónskáldið Daníel Bjarnason við eftirfylgni og kynningarstarf á breiðskífu sinni Processions á alþjóðvettvangi. Kraumur styður bæði verkefnin um 1.000.000 króna hvort. Kraumur efnir sömuleiðis til samstarfs og stuðnings við Feldberg, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Seabear, Samúel Jón Samúelsson Big Band og Sólstafir við að koma sér og verkum sínum á framfæri erlendis.

Daníel Bjarnason er klassískt tónskáld sem verið hefur iðinn við að brjóta niður þá múra sem tengjast slíkri nafnbót. Það má segja að Daníel sé að sumu leyti að feta nýja slóð fyrir klassísk tónskáld á okkar tímum og koma klassískri tónlist til breiðari hóps áheyranda. Procession er þegar farin að fá góða dóma og viðtökur á alþjóðavettvangi og með frekari kynningu og tónleikahaldi nær hún vonandi eyrum enn fleiri.

Hljómsveitin FM Belfast er á öðrum enda tónlistarlitrófsins, leikur dans- og popptónlist, og hefur vaxið gríðarlega sem tónleikasveit síðan hún kom fyrst fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2006. Sveitin gerði og gaf út sína fyrstu breiðskífu, How to Make Friends, með stuðningi Kraums árið 2008 og síðan hefur orðspor sveitarinnar farið langt út fyrir landsteinana. Árið 2010 ætlar sveitin að leggja áherslu á útlönd og mun sveitin m.a. koma fram á tónlistarhátíðum og bransasamkomum víð um Evrópu, m.a. Hróaskeldu og SPOT.

Íslenskir listamenn hafa í áraraðir unnið gríðarlega mikilvægt starf við að kynna Ísland og íslenska menningu á erlendri grundu. Markaðir í Skandinavíu, annarstaðar í Evrópu og Bandaríkjunum eru mikilvægir íslenskum listamönnum við að skapa sér tekjur af verkum sínum og þar eru margvísleg sóknarfæri fyrir íslenska listamenn. Kraumur vill hlúa að og styðja við útrás íslenskra listamanna og hljómsveita – og vonar að stuðningurinn nýtist þessum listamönnum til að koma sér og sínum afurðum enn frekar á framfæri, skapi þeim aukin tækifæri – sem og íslenska tónlist almennt – á erlendum vettvangi.

PLÖTUGERÐ OG INNLEND VERKEFNI
Kraumur heldur áfram að styðja við verkefni listamanna og hljómsveita hérlendis við að lagasmíðar, upptökur og við að útgáfu á verkum sínum. Kraumur efnir til samstarfs og stuðnings við Bang Gang, Bryndísi Jakobsdóttir, Einar Scheving, Hafdísi Bjarnadóttir, Leaves, Retro Stefson og Víking Heiðar Ólafsson við verkefni sín á sviði lagasmíða, vinnu, útgáfu og/eða kynningu á eigin verkum. Allir þessir listamenn stefna á að gefa út nýjar breiðskífur á árinu.

Kraumur heldur Innrásinni – stuðningi sínum við tónleikahald innanlands – áfram á árinu. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Fjölmargir listamenn og hljómsveitir hafa lagt land undir fót og haldið tónleika víðsvegar um landið síðustu tvö ár undir merkjum Innrásarinnar og má þar nefna tónleika; Amiina, Árstíðir, Benni Hemm Hemm, Dr. Spock, Elfa Rún Kristinsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Momentum, Muck, Nögl, Reykjavík!, Sign, Skátar, Sudden Weathar Change, Svavar Knúts Kristinssonar og fjölda annarra.

Innrás Kraums mun styðja við tónleika og tónleikaferð Kammerkórsins Carmina, K-tríó, Trúbatrix hópsins (Myrra Rós Þrastardóttir, Miss Mount, Elín Ey, Elíza, Pascal Pinon, Mysterious Marta og fjöldi annara tónlistarkvenna) og Bloodgroup í Reykjavík og á landsbyggðinni. Blodgroup mun sömuleiðis standa fyrir tónleikum í Færeyjum með stuðningi Kraums. Tími til komin að þakka Færeyjingum fyrir hjálpina með því að færa þeim frábæra tónlist frá Íslandi.

KRAUMSLISTINN OG STARFSEMIN 2010
Kraumur hefur það sem af er þessu ári staðið fyrir námskeiði og opinni ráðstefnu fyrir tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn á og í samvinnu við Aldrei fór ég suður, staðið fyrir Leit að ungum tónskáldum í samstarfi við Við djúpið og Rás 1 og sem einn samstarfsaðila Músíktilrauna í mars valið þrjár hljómsveitir til þátttöku í Hljóðverssmiðjum Kraums – þar sem ungum og upprennandi hljómsveitir fá fræðslu, handleiðslu og aðstöðu til að taka upp eigð efni með aðstoð fagmanna.

Kraumur hefur sömuleiðis keypt (100 stk af hverjum titli) og kynnt þær sex hljómplötur sem hlutu viðurkenningu Kraumslistans 2009 (áður Kraumsverðlaun) – meðal annars með útsendingum á tónleikahaldara, plötuútgáfur og tengiliði erlendis. Plöturnar eru; Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus, Bloodgroup – Dry Land, Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood, Hildur Guðnadóttir – Without Sinking, Hjaltalin – Terminal og Morðingjarnir – Flóttinn mikli. Kraumslistinn 2010 verður kynntur í desember í ár og mun Kraumur veita þeim plötum sem hljóta viðurkenningu samskonar stuðning.

KRAUMUR OG NÚVERANDI ÚTHLUTUN
Kraumur er sjálfstætt starfandi sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðarsjóðs sem hefur það að meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Markmiðið er að styrkja stöðu ungra tónlistarmanna á Íslandi með beinum styrkjum, faglegri aðstoð og samstarfi af ýmsu tagi. Starfsemin, og stuðningurinn við listamenn og hljómsveitir, samanstendur því af bæði fjárhagslegum stuðning sem og faglegri aðstoð, aðgang að tengslaneti og hjálp við að koma verkum sínum og verkefnum í framkvæmd.

Kraumur tónlistarsjóður er á sínu þriðja starfsári, en starfsemin var sett á laggirnar í upphafi árs 2008. Á síðastliðnum 2 árum hefur Kraumur unnið með og stutt fjölda listamanna og hljómsveita með ýmsum hætti. Má þar nefna; Amiina, Benny Crespo’s Gang, Bloodgroup, Dikta, Dr. Spock, Celestine, Elfa Rún Kristinsdóttir, FM Belfast, For a Minor Refleciton, Helgi Valur, Hjaltalín, Lay Low, Melkorka Ólafsdóttir, Mugison, Morðingjarnir, Momentum, Mógil, Nordic Affect, Njútón, Nögl, Ólöf Arnalds, Ólafur Arnalds, Reykjavík!, Seabear, Sin Fang Bous, Sign, Skakkamanage, Skátar, Sudden Weather Change, Svavar Knútur, Sykur, Trúbatrix, Víkingur Heiðar Ólafsson og fjölmargir fleiri.

Kraumur kynnir að þessu stuðning alfarið ný samstarfsverkefni við listamenn, ef frá er talin stuðningur við FM Belfast og Ólöfu Arnalds – en Kraumur hefur áður stutt við plötugerð viðkomandi listamanna og tekur nú þátt í kynningu á verkum þeirra á erlendum vettvangi. Trúbatrix hópurinn fékk stuðning í fyrra við tónleikahald og Bloodgroup hlaut árið 2008 stuðning við tónleikahald ásamt fleiri hljómsveitum. Kraumur telur mikilvægt að fá inn ný verkefni – en jafnframt að vinna áfram með hluta þeirra listamanna sem hlotið hafa stuðning að verkum þeirra og stefnir á að gera það áfram.

Alls bárust 208 umsóknir í umsóknarferli sjóðsins sem nú er nýliðið. Yfir 180 umsóknir hlutu ekki styrk eða stuðning Kraums, og er ljóst að mikill fjöldi flottra og verðugra verkefna hlutu ekki stuðning að þessu sinni. Stjórn Kraums er hins vegar ánægð með þann stuðning og þau flottu verkefni sem tilkynnt er um nú sem sjóðurinn mun standa með og á bakvið. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi.

—————————————————————————————————————————————————
—————————————————————————————————————————————————

YFIRLIT

ÚTRÁS
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir við að koma sér og verkum sínum á framfæri á erlendum vettvangi.

ÚTRÁS stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir
Daníel Bjarnason Kynningarstarfsemi og tónleikar í Evrópu og USA 1.000.000 kr.
FM Belfast Kynning og tónleikar í Skandinavíu og Evrópu 1.000.000 kr.
Feldberg Útgáfa og kynning, tónleikar Great Escape & víðar 400.000 kr.
Mammút Tónleikaferð og kynning í Þýskalandi 400.000 kr.
Ourlives Kynningartónleikar og vinna í Bretlandi 400.000 kr.
Ólöf Arnalds Tónleikar & kynning í tengslum við nýja breiðskifu 400.000 kr.
Sammi & Big Band Tónleikar á hátíðum og í Evrópu sumarið 2010 400.000 kr.
Seabear Tónleikaferðir og kynning í Evrópu og USA 400.000 kr.
Sólstafir Átta tónlistarhátíðir í Evrópu (Wacken,Tuska o.fl.) 400.000 kr.
SAMTALS 4.800.000 kr.

INNRÁS
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir við tónleikahald innanlands.

INNRÁS stuðningur & samstarf við listamenn og hljómsveitir
Kammerkórinn Carmina Tónleikaferð um Ísland í September 2010 600.000 kr.
Bloodgroup Tónleikar innanlands + í Færeyum 300.000 kr.
Trúbatrix hópur Tónleikar & kynning á nýrri safnplötu; Taka 2 300.000 kr.
K-Tríó Tónleikaferð um Ísland, kynning á nýrri plötu 200.000 kr.
SAMTALS 1.400.000 kr.

PLÖTUGERÐ OG INNLEND VERKEFNI
Stuðningur og samstarf við listamenn og hljómsveitir á sviði lagasmíða, plötugerðar og kynningar.

VERKEFNI stuðningur við sérstök verkefni listamanna og hljómsveita
Bang Gang Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Bryndís Jakobsdóttir Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Einar Scheving Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Hafdís Bjarnadóttir Íslandshljóð: Hljóðritun náttúru og eigin verka 400.000 kr.
Leaves Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
Retro Stefson Vinnsla nýrrar breiðskífu og kynningarstarf 400.000 kr.
Víkingur Heiðar Ólafsson Hljóðfæraleikur og vinnsla nýrrar breiðskífu 400.000 kr.
SAMTALS 2.800.000 kr.

EIGIN VERKEFNI KRAUMS
Eigin verkefni og samstarfsverkefni Kraums tónlistarsjóðs.

EIGIN VERKEFNI eigin verkefni Kraums og samstarfsverkefni
Kraumsverðlaunin 2010 Stuðningur & viðurkenning við ísl. plötuútgáfu 900.000 kr.
Hljóðverssmiðjur 2010 Fræðsla, handleiðsla & uppt. upprennandi listam. 900.000 kr.
Námskeið og ráðstefna Fræðsla opin öllum, á Aldrei fór ég suður 500.000 kr.
Leitin að ungum tónskáldum Samstarf við Við Djúpið og Rás 1 400.000 kr.
SAMTALS 2.700.000 kr.

—————————————————————————————————————————————————
—————————————————————————————————————————————————

Kraumur úthlutun og kynning

Wednesday, April 14th, 2010

Kraumur tónlistarsjóður kynnir úthlutanir og stuðning við íslenskt tónlistarlíf og eigin verkefni.

Fimmtudaginn 15. apríl, klukkan 16.00
á Kaffi Rósenberg, Klapparstíg 25

Léttar veigar.

kveðja,

– stjórnin

Heimildarmynd um Kraumslistann 2008

Tuesday, December 15th, 2009

Stuttmynd Stuart Rogers um Kraumslistann 2008. Myndin birtist á myndbandavef SPIN Magazine sem og á video hluta Kraums á LoFi.tv.

Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu sem eru; hljómsveitirnar Agent Fresco, FM Beflast, Mammút, Retro Stefson, Árni Rúnar Hlöðversson (FM Belfast), Katrína Mogensen og Arnar Pétursson (Mammút), Daníel Bjarnason (Ísafold), Unnsteinn Stefánsson (Retro Stefson), Eldar Ástþórsson (framkvæmdastjóri Kraums), Árni Mattíasson (blaðamaður á Morgunblaðinu og formaður dómnefndar Kraumsverðlaunanna), Halla Steinunn Stefánsdóttir (þáttagerðarmaður á Rás 1 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna) og Ólafur Páll Gunnarsson (tónlistarstjóri Rásar 2 og dómnefndarliði Kraumsverðlaunanna).

Myndbandið er rúmlega 13 mínútur að lengd og má finna hér:


Kraumur á Facebook

Monday, November 23rd, 2009

Facebook síða Kraums hefur að geyma myndir og birtir reglulega fréttir af starfsemi sjóðsins.

Kraumur tónlistarsjóður er á Facebook undir slóðinni: www.facebook.com/kraumur. Við hvetjum áhugasama til að gerast áhangendur Kraums (“Become a Fan”) og nálgast þannig fréttir og myndir frá Kraumi.

Mógil á WOMEX

Tuesday, November 17th, 2009

Hljómsveitin Mógil og söngkonan Heiða Árnadóttir á WOMEX hátíðinni í Kaupmannahöfn.

Hljómsveitin Mógil lék á stærstu heims- og þjóðlagahátíð heims, WOMEX, sem fram fór í  Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Mógil kom fram á hátíðinni með stuðningi Kraums tónlistarsjóðs og í samstarfi við Kraum og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) sem kom sveitinni að í dagskrá hátíðarinnar.

Tónleikarnir Mógil, sem fóru fram laugardaginn 31. október, tókust mjög vel og voru vel sóttir og hafa opnað fyrir bókanir á fleiri tónlistarhátíðir í ár. Hér fyrir ofan má sjá myndband frá tónleikunum.

Heiða Árnadóttir söngkona Mógil söng jafnframt eitt  af  lögum  Mógil  á opnunartónleikum  WOMEX, svökölluðu “Nordic  Nights” kvöldi. Tónleikunum var útvarpað beint á öllum Norðurlöndum og var Rás 2 með beina útsendingu hérlendis.

“WOMEX  tónleikarnir  í Kaupmannahöfn voru frábærir og okkur tókst vel upp á laugardagskvöldinu.  Við  í Mógil   vorum  mjög  ánægð  og fengum frábærar viðtökur. Þarna hittum við allskonar tónlistarmenn frá ýmsum heimshornum og mynduðum   skemmtileg   tengsl.   Nú   þegar   höfum  við  verið  pöntuð  á tónlistarhátíðir  í  Hollandi, Ítalíu og Englandi fyrir næsta sumar.  Fyrir okkur  var þetta því einstakt tækifæri til þess að kynna tónlistina okkar í Mógil.” – Heiða Árnadóttir, Mógil

Vikuna fyrir tónleika sína á WOMEX hélt Mógíl nokkra tónleika í Hollandi og Belgíu til að  hita  upp  fyrir  tónleika sína á hátíðinni.  Þeir tónleikar voru ekki aðeins góð upphitun heldur einnig kynning fyrir hljómsveitina og plötu hennar ‘Ró’ í þessum löndum.

Mógil á WOMEX tónlistarhátíðinni

Tuesday, October 27th, 2009

Hljómsveitin Mógil leikur stærstu heims- og þjóðlagatónlistarhátíð veraldar þann 31. október.

Nú í lok október mun þjóðlaga-jazz sveitin Mógil spila á WOMEX tónlistarhátíðinni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 28. október – 1. nóvember. Hljómsveitin nýtir ferðina til tónleikahalds í Belgíu (Antwerpen, 23. október) og Hollandi (Amsterdam, 24. október) áður en hún kemur fram á WOMEX, í Tónlistarhöll DR (Koncerthuset), laugardaginn 31. október.

Söngkona Mógil Heiða Árnadóttir mun jafnframt koma fram á sérstöku opnunarkvöldi WOMEX og The Great Nordic Night hlutanum, þar sem valdir tónlistarmenn frá ýmsum Norðurlöndum koma saman.

Kraumur hefur unnið með og stutt Mógil til góðra verka á árinu. Hljómsveitin fór í tónleikaferð um landið í sumar, í tengslum við Innrásar-tónleikaátak Kraums þar sem leikið var á Akureyri, Siglufriði í Grímsnesi og Fríkirkjunni í Reykjavík.,

Mógil leikur á WOMEX fyrir tilstuðlan Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og í samvinnu við og með stuðningi Kraums.

Mógil hefur starfað undanfarin fjögur ár og gaf út geisladiskinn Ró, sem kom út á Íslandi árið 2007 og í Benelux löndunum í fyrrahjá belgísku útgáfunni Radical Duk.  Ró hefur fengið frábæra dóma bæði hér á landi og erlendis.

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkir:
Hear Mógil @ WOMEX – frétt ÚTÓN / Iceland Music Export
Mógil á MySpace

Mógil á Facebook
Womex


Vel heppnað tónleikaprógram og sýning

Monday, October 19th, 2009

Fjölmenni sótti tónlistardagskrá Kraums og ljósmyndasýningu Harðar Sveinssonar á Iceland Airwaves. Meðal leynigesta voru Bárujárn og Mugison.

Myndir og Mayhem,  ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða, stóð yfir dagana 14.-20. október í Kaffistofunni, Hverfisgötu 52.

Tónleikadagskráin samanstóð af ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarmönnum. Sýningin og dagskráin var öllum opin, ekkert aldurstakmark og enginn aðgangseyrir.

Óhætt er að segja að tónleikarnir og sýningin hafi mælst vel fyrir. Frábær mæting var á dagskránna, bæði meða Íslendinga og útlendinga, og staðurinn troðfylltist þegar hljómsveitir spiluðuðu. Meðal þeirra sem komu fram voru ungar og upprennandi hljómsveitir á borð við Sykur, Miri og Sudden Weather Change.

Leynigestir komu í heimsókn alla fjóra tónleikadagana; Bárujárn, Dynamo fog, Retrön og Mugison sem spilaði eftirminnilega tónleika, órafmagnaður standandi uppi á hátalara.

Hörður Sveinsson hefur síðustu ár ljósmyndað aragrúa hljómsveita og listamanna og má þar nefna Björk, Sigur rós, Emilíönu Torrini, múm, Megas, Magna og Mugison. Hörður hefur verið iðinn við að ljósmynda nýjar og spennandi hljómsveitir, sem sjá má á heimasíðum og MySpace síðum tugi íslenskra hljómsveita og listamann. Má þar nefna Agent Fresco, For A Minor Reflection og Retro Stefson.

Tónlistarprógrammið og sýningin er haldin í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, styðja við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Útluflutningskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og Listaháskóli Íslands studdu einnig við syninguna. Fjölmennur hópur blaðmanna og starfsmanna tónlistarbransans mætti á dagskrána, fimmtudaginn 15. október, á sérstakt hóf á vegum ÚTÓN / IMX og lét mjög vel af tónleikum Mammút og dj Flugvél og Geimskip sem þá komu fram.

Hlekkir:
Hörður Sveinsson heimasíða
Hörður Sveinsson á Flickr

Íslenskt tónlistarlíf í tónum og myndum

Tuesday, October 13th, 2009

Myndir og Mayhem! Ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða í Kaffistofunni við Hverfisgötu 42, dagana 14-20 október.

Myndir og Mayhem, ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða, verður opnuð miðvikudaginn 14. október og mun standa yfir Airwaves hátíðina, og tveim dögum betur, þ.e.a.s. dagana 14.-20. október.

Tónleikadagskráin samanstendur af bæði ungum og upprennandi hljómsveitum á borð  við Sykur, Miri og Sudden Weather Change – sem og lengra komnum hljómsveitum á borð við Reykjavík! og Mammút.

Hörður Sveinsson hefur síðustu ár ljósmyndað aragrúa hljómsveita og listamanna og má þar nefna Björk, Sigur rós, Emilíönu Torrini, múm, Megas, Magna og Mugison. Hörður hefur ekki síður verið iðinn við að ljósmynda nýjar og spennandi hljómsveitir, sem sjá má á heimasíðum og MySpace síðum tugi íslenskra hljómsveita og listamanna, má þar nefna Agent Fresco, For A Minor Reflection og Retro Stefson.

Tónlistarprógrammið og sýningin er haldin í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, styðja við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Útluflutningskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og Listaháskóli Íslands styðja einnig við syninguna.

Sýningin verður til húsa í Kaffistofunni sem er nemendagallerí sem myndlistarnemar við LHÍ reka við Hverfisgötu 42.

Hlekkir:
Hörður Sveinsson heimasíða
Hörður Sveinsson á Flickr

_______________________________________
Tónleikadagskrá

Miðvikudagur
18:30 : Sýning opnar
18:30 : Fritzl Kids DJ set
20:00 : Reykjavik
21:00 : Suden Weather Change

Fimmtudagur
17:00 : DJ Flugvél og geimskip
18:00 : Mammút

Föstudagur
17:00 : Sykur
18:00 : Who Knew
19:00 : Tilkynnt síðar/TBA

Laugardagur
17:00 : Japanese super shift and the future band
18:00 : Miri
19:00 : Tilkynnt síðar/TBA
_______________________________________

Mörg járn í eldinum hjá Ólafi Arnalds

Friday, October 9th, 2009

Ólafur Arnalds gefur lög á Twitter, hvetur til sköpunar við verk sín á Flickr og vinnur að nýrri breiðskífu

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið iðinn við tónleikahald erlendis í ár og meðal annars komið fram á tónlistarhátíðunum SPOT í Árósum og núna nýlega Reeperbahn í Hamborg við góðan orðstír.  Ólafur undirbýr nú tónleikhald hérlendis og vinnur sömuleiðis að nýrri breiðskífu, sem nokkrar erlendar plötuútgáfur hafa sýnt áhuga á að gefa út.

Í vor og sumar gaf Ólafur aðdáendum sínum kost á að nálgast hjá sér frí lög gegnum aðgang sinn að samkskiptanetinu Twitter. Nokkur lagana gaf hann síðan út á EP plötunni Found Songs. Ólafur gaf fólki jafnframt kost á að gera myndir við lögin og setja á sérstaka Flickr síðu, en stefnt er að því að nota einhverjar myndana við sérstaka vínyl útgáfu af Found Songs.

Ólafur er ekki aðeins að búa til tónlist eins síns liðs því ásamt Janus Rasmussen úr Bloodgroup skipar hann elektró-teknó dúóið Kiasmos, sem er býsna frábrugðin klassískri/neó-klassískri sóló tónlist hans.

Ólafur tók þátt í You Are in Control ráðstefnu ÚTÓN / Iceland Music Export þar sem miðlaði reynslu sinni við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu sem ræðumaður í panelnum ‘Live Work And Digital Promotion’.

Ólafur Arnalds var tilnefndur til Kraumsverðlaunanna árið 2008 fyrir breiðskífu sína Variations of Static.

Kraumur styður og vinnur með Ólafi Arnalds við gerð hans nýjustu breiðskífu og tónleikahald á landsbyggðinni

Næstu tónleikar
Sep 24 2009      NASA, Reykjavík, IS
Sep 25 2009     Uppsala Konsert & Kongress, Uppsala, SE
Sep 26 2009     Reeperbahn Festival     Hamburg, DE
Oct 13 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet PREMIERE), London, UK
Oct 14 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 15 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 16 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 17 2009     Iceland Airwaves Festival, Reykjavík, IS
Dec 16 2009     Grimaldi Forum (’Dyad 1909’ ballet performance), Monaco
Dec 17 2009     Grimaldi Forum (’Dyad 1909’ ballet performance), Monaco

Hlekkir:

Ólafur Arnalds á MySpace
Kiasmos á MySpace
Ólafur Arnalds á Twitter
Ólafur Arnalds á LoFi.tv
Ólafur Arnalds á Wikipedia
Ólafur Arnalds’ Found Songs on Erased Tapes
Found Songs á Flickr

Mógil á WOMEX tónlistarhátíðinni

Monday, September 14th, 2009

Hljómsveitin Mógil leikur á stærstu heims- og þjóðlagahátíð veraldar.

Kraumur hefur unnið með og stutt þjóðlaga-jazz sveitina Mógil til góðra verka á árinu. Hljómsveitin fór í tónleikaferð um landið í sumar í tengslum við Innrásar-tónleikaátak Kraums þar sem leikið var á Akureyri, Siglufriði í Grímsnesi og Fríkirkjunni í Reykjavík.

Framundan eru tónleikar á stærstu heims- og þjóðlagahátíð veraldar, WOMEX, í haust fyrir tilstuðlan Iceland Music Export og í samvinnu við og með stuðningi Kraums. WOMEX 2009 fer fram í Kaupmannahöfn, 28. október – 1. nóvember.

Breiðskífa Mógíl ‘Ró’ sem kom út árið 2007 (og ári síðar erlendis hjá belgísku útgáfunni Radical Duke) hefur fengið mikið lof gangrýnenda.

————————————-

 • “Music for a new Iceland, borderless genius”
  - MBL, Iceland
 • “I recommend Ró for listeners that are interested in looking beyond the horizon”
  - Folk Roddels, Belgium
 • “The best new release at the moment”
  - Humo, Belgium
 • “Music that touches the soul”
  - The silent ballet, NYC 8/10
 • “Zusammen spielte das Quartett eine verzaubernde Musik”
  - Christoph Giese, Reykjavík Jazz festival
 • “Ró klinkt warm en avontuurlijk”
  - De Morgen, Belgium 4/4

————————————-

Mógil skipa:
Heiða Árnadottir- Voice
Ananta Roosens – Violin,Voice
Hilmar Jensson – Guitar
Joachim Badenhorst – Clarinet, Saxophone, Bass clarinet,

Hlekkir:
Mógil á MySpace

Mógil á Facebook
Womex

Mógil á vef Iceland Music Export

Verðlaunaplatan Apocrypha fáanleg á musemap.com

Sunday, September 6th, 2009

Geislaplata Huga Guðmundssonar, Apocypha, er nú fáanleg um allan heim gegnum vefsíðuna musemap.com.

Fyrsta breiðskífa tónskáldsins Huga Guðmundssonar (f. 1977), Apocrypha, var ein sex breiðskífna sem hlutu Kraumsverðlaunin árið 2008, með tilheyrandi stuðning og kynningu Kraums tónlistarsjóðs. Síðan platan kom út í takmörkuðu upllagi í fyrra hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnanda og var í lok árs útnefnd af gagnrýnendum Morgunblaðsins sem ein af bestu plötum ársins.

Apocrypha er nú fáanleg um allan heim gegnum vefsíðunni musemap.com, þar sem einnig má hlusta á tóndæmi. Musemap.com hefur það meðal annars að markmiði að tengja saman og búa til tækifæri fyrir tónlistarmenn innan klassískrar tónlistar.

Hlekkir:

Vinnusmiðja um stafræna kynningu listamanna

Thursday, September 3rd, 2009

Kraumur fræðir íslenska tónlistarmenn um mikilvægi stafrænnar markaðssetningar á netinu.

Kraumur tónlistarsjóður er samstarfs- og stuðningsaðili sérstakrar vinnusmiðju sem miðar að því að kynna fyrir íslenskum tónlistarmenn mikilvægi, möguleika og leiðir í stafræni markaðssetningu á tónlist sinni.

Vinnusmiðjan ber hetiið ‘Digital Presence for Artists – Commercial outlets, Arts and Marketing’ og er hluti af hinnar alþjóðlegu You Are in Control ráðstefnu Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar (Iceland Music Export), sem fram fer í Reykjavík dagana 23. og 24. september.

Í ár hefur Kraumur með ýmsum hætti unnið að því fræða íslenska listamenn um þá möguleika netið býður upp í markaðsetningu og sölu á tónlistar, m.a. á Hljóðverssmiðjum Kraums á Flateyri og námskeiðinu Hvar er draumurinn? á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þessi vinnusmiðja er þó stærsta skref Kraums í þessum málaflokki og fyrirhugað er að leggja honum enn frekar lið á næstunni.

Hlekkur:
Iceland Music Export – You Are in Control 2009
Iceland Music Export – Conference Programme

For a Minor Reflection & Ólafur Arnalds á SPOT

Friday, May 22nd, 2009

Hljómsveitin For a Minor Reflection og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á einni stærstu tónlistarhátíð Norðurlanda; SPOT Festival 21.-23. maí.

Emelíana Torrini, Dísa, Svavar Knútur, For a Minor Reflection [mynd] Ólafur Arnalds eru meðal þeirra 110 listamanna og hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni SPOT í Árósum, Danmörku, um helgina.

SPOT Festival hefur farið fram árlega síðan árið 1994. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur að mestu af hljómsveitum og listamönnum víðsvegar að frá Norðurlöndunum, aðallega nýjum hljómsveitum á uppleið – en einnig stærri númerum. Ýmsar smiðjur og ráðstefnur fara fram samhliða tónlistarhátíðinni.

Meðal þeirra sem hafa komið fram á SPOT snemma á ferli sínum eru Kashmir (DK, 1997), Sigur Rós (IS, 1999), The Raveonettes (DK, 2002), Junior Senior (DK, 2002), Mew (DK, 2005) og Oh No Ono (DK, 2007).

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með og styður við For a Minor Reflection og Ólaf Arnalds, að gerð nýrra breiðskífna sem væntanlegar eru á árinu.

Tenglar
www.spotfestival.dk
Olafur Arnalds
For a Minor Reflection