Video Podcast um íslenska tónlist

October 12, 2008

Fyrir tilstuðlan Kraums er ástralski New York búinn Stuart Rogers kominn hingað til lands til að gera íslensku tónlistarlífi og tónlistarmönnum skil í máli og myndum. Hann fylgdi tónleikaferð hljómsveitanna Skáta, Bloodgroup, Sykurs og Dlx Atx – ‘Elskumst í efnhagsrústunum’ – eftir um allt um allt land í síðustu viku. Auk þess hefur hann tekið fjölda viðtala, heimsótt hljómsveitir í æfingahúsnæði og stúdíó listamanna og er að taka upp efni á Iceland Airwaves hátíðinni.

Auk Kraums styður skrifstofa Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum við komu Stuart hingað til lands. Stuart Rogers er víðfrægur fyrir Podcast video þætti sína um íslenska tónlistarmenn og tónlistarlíf, sem hlotið hefur mikla athygli á Youtube og hans eigin ‘sjónvarpsstöð’ Lo Fi TV – en þar má þegar sjá hluta af því efni sem gert hefur verið síðustu daga; http://www.lofi.tv/