Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna tilkynntur

November 21, 2008

Kraumsverðlaunin eru á næsta leiti og verða afhent í fyrsta sinn í næstu viku, föstudaginn 28. nóvember.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna færist nær niðurstöðu og birtir nú úrvalslista, sem inniheldur 48 plötur sem koma til greina sem verðlaunaplötur Kraumsverðlaunanna 2008. Listinn er unninn úr fyrstu fundum dómnefndar Kraumsverðlaunanna og skilalistum dómnefndaraðila.

Dómnefnd Kraumsverðlaunnana er skipuð 15 aðilum sem hafa víðtæka reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu.

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað plötuútgáfu varðar, enda fjölmargir spennandi titlar sem ekki komast á úrvalslista Kraumsverðlaunanna. Dómnefnd vinnur nú það erfiða starf að velja af listanum útnefnda titla og þær 5 verðlaunaplötur sem Kraumur verðlaunar og kynnir til leiks í næstu viku. Eins og áður hefur komið fram snúast Kraumsverðlaunin fyrst og fremst um allar verðlaunaplöturnar, þá titla sem dómnefndin velur til Kraumsverðlaunanna, frekar en að einblína á eina einstaka Kraumsverðlaunaplötu.

>> Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna
>> Um Kraumverðlaunin