Kraumsverðlaunin 2008 tilkynnt

November 28, 2008

Kraumsverðlaunin 2008 hljóta; Agent Fresco fyrir Lightbulb Universe, FM Belfast fyrir How to Make Friends, Hugi Guðmundsson fyrir Apocrypha, Ísafold fyrir All Sounds to Silence Come, Mammút fyrir Karkara og Retro Stefson fyrir Montaña.

Í dag, föstudaginn 28. nóvember, var tilkynnt um tilnefningar og verðlaunaplötur fyrstu Kraumsverðlaunanna.

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað íslenska plötuútgáfu varðar, enda dómnefnd Kraumsverðlaunanna búin að hafa nóg að gera síðustu vikur og fjöldi spennandi titla sem komist hafa á blað í starfi hennar. Tilkynnt var um úrvalslista Kraumsverðlaunanna í síðustu viku og í dag á Smiðjustíg 4A var tilkynnt um 20 breiðskífur sem valdar hafa verið og tilnefndar til verðlaunanna – og af þeim, þær sex breiðskífur sem hljóta Kraumverðlaunin 2008.

Samkvæmt reglum Kraumsverðlaunanna er gert ráð fyrir að dómnefndin velji og verðlauni fimm breiðskífur sem koma út á árinu, þó með þeim fyrirvara að hægt sé að fjölga í þeim hópi ef sérstakt tilefni sé til. Í ár er tilefni, Kraumsverðlaunaplöturnar eru sex talsins.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina einstaka verðlaunaplötu, heldur að viðurkenna og verðlauna fleiri titla. Umgjörð verðlaunanna er haldið í lágmarki, og frekar reynt að einbeita sér að því að styðja og setja pening í að kaupa verðlaunaplöturnar. Vinninghafarnir hljóta ekki verðlaunagrip, heldur eru verðlaunin fyrst og fremst fólgin í viðurkenningu, kynningu – og plötukaupum Kraums á verðlaunatitlunum.

Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Kraumsverðlaunin 2008 hljóta;
Agent Fresco – Lightbulb Universe
FM Belfast – How to Make Friends
Hugi Guðmundsson – Apocrypha
Ísafold – All Sounds to Silence Come
Mammút – Karkari
Retro Stefson – Montaña

Tilnefningar til verðlaunanna hljóta;
Agent Fresco – Lightbulb Universe
Celestine – At the Borders of Arcadia
Dísa – Dísa
Dr. Spock – Falcon Christ
Emiliana Torrini – Me and Armini
FM Belfast – How to Make Friends
Hugi Guðmundsson – Apocrypha
Introbeats – Tívólí chillout
Ísafold – All Sounds to Silence Come
Klive – Sweaty Psalms
Lay Low – Farewell Good Night’s Sleep
Mammút – Karkari
Morðingjarnir – Áfram Ísland
Múgsefjun – Skiptar skoðanir
Ólafur Arnalds – Variations of Static
Retro Stefson – Montaña
Reykjavík! – The Blood
Sigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust
Sin Fang Bous – Clangour
Skakkamanage – All Over the Face