Kraumur styður tónleika ungra tónlistarmanna á Listahátíð í Reykjavík

March 11, 2009

Kraumur styður tónleika ungra tónlistarmanna á Listahátíð í Reykjavík sem samstarfsaðili Stofutónleika.

Listahátíð í Reykjavík 2009 verður haldin dagana 15. til 31. maí. Fjöldi spennandi viðburða verður á hátíðinni, innlendra sem erlendra, en heildardagskrá Listahátíðar 2009 verður kynnt bráðlega.

Meðal þess sem boðið verður upp á í dagskrá hátíðarinnar í ár eru svokallaðir Stofutónleika, þar sem listamenn bjóða fólki í heimsókn á heimili sitt. Greinilegt er er að tónlistarmönnum finnst það spennandi kostur að fá tækifæri til þess að bjóða fólki heim stofu til sín og njóta nálægðar við áheyrendur, því gífurlegur fjöldi fjölbreyttra umsókna barst um að fá að halda Stofutónleika.

Í tilkynningu frá Listahátíð segir; “Áætlað var að halda tónleikana  tveggja tíma fresti víðsvegar um borgina einn sunnudag í maí en vegna sterkra viðbragða, spennandi tónlistarmanna og vandaðra umsókna hefur verið ákveðið að fjölga dögunum í þrjá.”

Kraumur styður við tónleika ungra listamanna sem koma fram á Stofutónleikunum Listahátíðar. Við erum stolt af því að tengjast þessu metnaðarfulla verkefni sem samstarfsaðili.

Frekari upplýsingar um dagskrá Stofutónleikana verður kynnt síðar.

Vefsíða Listhátíðar í Reykjavík: www.listahatid.is