Kammersveitin Ísafold leikur á Við djúpið

June 8, 2009

Kammersveitin Ísafold – sem hlaut Kraumsverðlaunin 2008 fyrir hljómplötuna ‘All Sounds to Silence Come’ – kemur frá tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði.

Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram í sjöunda sinn á Ísafirði og nágrenni daganna 18.-23. júní. Hátíðin er haldin í samvinnu fjölmargra aðila á Ísafirðarsvæðinu, m.a. Tónlistarskóla Ísafjarðar, auk Listaháskóla Íslands og tónlistardeild skólans.

Kammersveitin Ísafold verður með dagskrá á Við Djúpið laugardaginn 20., sunnudaginn 21. og mánudaginn 22. júní. Dagskráin er samvinnuverkefni hátíðarinnar, Ísafoldar og Rás 1 semsaman stóðu fyrir samkeppni meðal nýrra tónskálda fyrir hátíðina í ár. Nýlega voru valin voru þrjú ung tónskáld til að vinna með og semja verk fyrir kammersveitina, þá; Högna Egilsson, Viktor Orri Árnason og Gunnar Karel Másson.

Hljómplata Ísafoldar, All Sounds to Silence Come, sem hlaut Kraumsverðlaunin 2008 ásamt fimm öðrum plötum, er fáanleg í öllum helstu hljómplötuverslunum og hjá útgefanda; 12 tónum á Skólavörðustíg. Kraumur studdi við verðlaunaplöturnar með kaupum og dreifingu erlendis í samvinnu við Útflutningskrifsofu íslenskrar tónistar (ÚTÓN/IMX).

Kraumru kemur ekki að dagskrá Ísafoldar á Við Djúpið sem er eins og áður sagði samstarfsverkni hátíðarinnar, hljómsveitarinnar og Rás 1.

Kammersveitin Ísafold – Efnisskrá
Við Djúpið – Tónleikar á Ísafirði

20. júní 2009
Verk eftir Nico Muhly, Bent Sørensen, Benjamin Britten og Daníel Bjarnason.

21. júní 2009
Meðlimir Ísafoldar og aðrir kennarar á tónlistarhátíðinni flytja ýmis verk.

22. júní 2009
Ísafold frumflytur verk þriggja sigurvegara tónsmíðakeppninnar (Högni Egilsson, Viktor Orri Árnason og Gunnar Karel Másson).  Önnur íslensk verk verða einnig flutt á þessum tónleikum.

Hlekkir
Við Djúpið
Samvinnuverkefni Við djúpsins, Rás 1 og Ísafold
Kammersveitin Ísafold