Breiðskífa Elfu Rún Kristinsdóttur væntanleg

July 5, 2009

Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hefur lokið upptökum á sínni fyrstu breiðskífu.

Einn þeirra listamanna sem Kraumur vann með og studdi við plötugerð í fyrra var Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Áætlað var að upptökur hæfust í lok síðasta ár, en það ferli tafðist. Í upphafi þessa árs hófust síðan upptökur á fyrstu breiðskífu Elfu og er þeim nú lokið.

Enn er ekki ljóst hvenær platan muni koma út og hjá hverjum, en nokkrar stórar plötuútgáfur hafa sýnt á huga á að gefa plötuna út.

Elfa Rún Kristinsdóttir Íslensku tónlistarverðlaunin sem ‘Bjartasta vonin’ 2006 og hefur einnig verið tilnefnd til hvatningarverðlauna Evrópska menningarsjóðsins Pro Europa. Hún er fædd á Akureyri árið 1985 og útskrifaðist af Diplómabraut tónlistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2003, undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Auðar Hafsteinsdóttur. Frá hausti 2003 stundaði Elfa Rún nám við Tónlistarháskólann í Freiburg, en hún lauk námi þaðan í febrúar 2007 með hæstu einkunn.

Elfa Rún hefur leikið með ýmsum kammersveitum og -hópum síðastliðin ár. Hún er fastur meðlimur Kammersveitarinnar Ísafoldar og Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín en hefur einnig leikið með Balthasar Neumann Ensemble, Freiburger Bachorchester, Feldkirch Festivel Orchester og Camerata Stuttart auk fleirri kammerhópa í Þýskalandi. Elfa Rún hefur leikið einleik með ýmsum hljómsveitum og má þar helst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna, Royal Chamber Orchestra Tokyo og Akademisches Orchester Freiburg.

Elfa Rún í búsett í Berlín.