Daníel Bjarnason sækir út

June 11, 2010

Daníel Bjarnason vinnur með dönsku hljómsveitinni Efterklang og leikur á tónleikum í New York, Moskvu, Tallin og Krakow

Hljómsveitastjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason hefur fengið mikið lof fyrir fyrstu breiðskífu sína Processions. Platan kemur út hérlendis og á alþjóðavettvangi á vegum plötuútgáfunnar Bedroom Community og undanfarið hefur Daníel leikið á tónleikum erlendis til kynningar á plötunni.

Daníel hélt tónleika New York ásamt 17 manna hljómsveit þann 1. mars síðastliðinn – auk Sam Amidon og dönsku sveitinni Efterklang.  Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Vicky Chow píanóleikari voru meðal þeirra sem skipuðu hljómsveit Daníels, en myndir frá tónleikunum má sjá hér.

Í kjölfar tónleikana fór Daníel í viðtal hjá John Schaeffer á WNYC í þættinum New Sounds, sem er víðfrægur fyrir að kynna og fjalla um nýja og spennandi hluti í tónlist.  Þátturinn er aðgengilegur á netinu hér.

Daníel hefur síðan leikið á fleiri tónleikum hérlendis sem erlendis. Hann kom fram á Listahátíð í Reykjavík í Þjóðleikhúsinu þann 16. maí sem hluti af Whale Watching tónleikadagskrá Bedroom Community. Hann spilaði í Mosvku og Tallin í byrjun júní ásamt Valgeiri Sigurðssyni og Sam Amidon.

Framundan er síðan stórt samvinnuverkefni með Ben Frost í tengslum við Unsound tónlistarhátíðina í Kraká í Póllandi sem er haldin 17.-24. október og tónleikar með Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveit Íslands 16. 18. og 19. júní  í Háskólabíó, þar sem Daníel stjórnar tónleikunum og útsetur eitt lag.

Daníel mun vinna með dönsku hljómsveitinni Efterklang að útsetningum fyrir tónleikaferð hjá þeim í byrjun næsta árs. Auk þess munu í haust fara fram upptökur fyrir næstu breiðskífu hans sem er áætlað að komi út í byrjun næsta árs.

Processions hefur fengið góða dóma í fjölmörgum tónlistarmiðlum og má þar nefna Drowned in Sound, Popmatters og Alarm Magazine sem gefur plötunni 9/10 í einkunn og segir hana muni toppa mrga árslistana. Daníel hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 fyrir tónverkin á plötunni, fyrir tónverkin á plötunni Processions auk þess sem platan var tilnefnd sem plata ársins í flokki Sígildrar tónlistar og samtímatónlistar.

Hlekkir