Víkingur Heiðar Ólafsson tilnefndur til verðlauna Norðurlandarráðs
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hefur verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2009.
Þann 5. maí var tilkynnt um tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandarráðs 2009 og eru það alls 12 tónlistarhópar og listamenn sem tilnefndir eru. Tilkynnt verður hver hlýtur Tónlistarverðlaunin þriðjudaginn 2. júní. Verðlaunin afhent á Norðurlandaráðsþinginu, sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október. Kraumur óskar Víkingi til hamingju með tilnefninguna.
Þema Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2009 er:
Ttinefndir skulu tónlistamenn eða hópur tónlistarmanna, sem hefur gert tilraunir með tjáningarform þvert á stefnur eða rutt brautina fyrir nýsköpun í tónlistarflutningi. Tilnefndir þurfa að hafa vakið athygli fyrir verk sín á árinu 2008, í heimalandi, á Norðurlöndum eða á alþjóðavettvangi.