Djasskvartetinn Reginfirra vinnur til verðlauna

October 2, 2009

Djasskvartetinn Reginfirra, sem tóku þátt í Jazzmiðjum Jazzhátíðar Reykjavíkur og Kraums, í fyrsta sæti á Norðurlandamóti ungra djassara.

Íslendingar urðu í fyrsta sæti í Norrænni keppni ungra djassleikara (Young Nordic Jazz Comets) sem fram fór í Osló þann 12. september. Fulltrúar Íslands í keppnninni voru þeir Ingimar Andersen á saxófón, Kristján Martinsson á hljómborð, Daníel Friðrik Böðvarsson á gítar og Magnús Tryggvason Elíassen á trommu.

Meðlimir sveitarinnar tóku virkan þátt í Jazzsmiðjum Jazzhátíð Reykjavíkur og Kraums. Þeir tóku þátt í keppninni í Osló undir nafninu Kvartett Ingimars Andersens, en ganga öllu jafna undir nafninu Reginfirra.

Hlekkir:
Jazzsmiðjur á Jazzhátíð í Reykjavík
Jazzhátíð í Reykjavík

Jazz-smiðjur á Jazzhátíð í Reykjavík, dagskrá