Tónlistarráðstefna á Aldrei fór ég suður

March 25, 2010

Kraumur tónlistarsjóður stendur annað árið í röð fyrir námskeiði og fyrirlestrum fyrir tónlistarmenn, og allt áhugafólk um tónlist, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði – rokkhátíð alþýðunnar um páskana.

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í níunda sinn dagana 1.-4. apríl 2010. Kraumur tónlistarsjóður, í samvinnu við aðstandendur hátíðarinnar, stendur annað í röð fyrir ráðstefnu eða málþingi fyrir tónlistarmenn, sem og allra aðra áhugamenn um íslenska tónlist, á meðan á hátíðinni stendur.

Yfirskrift ráðstefnunnar í fyrra var Hvar er draumurinn? þar sem ýmsir reynsluboltar úr íslensku tónlistarlífi létu gamminn geysa. Fjölbreytt dagskrá varí boði þar sem meðal annars var komið inn á textagerð, hvernig best er að koma sér og tónlist sinni á framfæri – og að sjálfsögðu hvernig á að slá í gegn.

Ráðstefnan var vel sótt, bæði af tónlistarmönnum og tónlistarunnendum, jafnt heimamönnum sem fólki sem annarstaðar af landinu.

Ráðstefnan í ár mun koma inn ýmis viðfangsefni sem íslenskir tónlistarmenn og íslenskt tónlistarlíf er að fást við. Meðal spurninga sem varpað verður fram og unnið nánar með eru;

  • Er stafræn útgáfa, fullgild útgáfa?
  • Hvernig er landslagið í tónlistarheiminum í dag, er Ísland á kortinu
  • Er hægt að lifa af músíkinni einni saman?
  • Hver eru áhrif minnkunar opinbers stuðnings til tónlistar?

Násmskeiðin og smiðjurnar fara fram í Edinborgarhúsinu, Bryggjusal. Engin aðgangseyrir. Og boðið upp á frítt kaffi.

Frekari upplýsingar og dagskrá verður birt innan skamms.

Tenglar
Hvar er draumurinn 2009 – Kraumur.is
Heimasíða Aldrei fór ég suður – www.aldrei.is