Ólöf Arnalds: Plata, myndband og tónleikaferð
Ólöf Arnalds frumsýnir nýtt myndband við lagið “Crazy Car” og heldur í tónleikaferð þar sem hún leikur meðal annars með stórstjörnunum í Air í Frakklandi og Blonde Redhead í Bandaríkjunum.
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur í heilmikla tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin í vetur í kjölfar útgáfu annarrar breiðskífu sinnar; Innundir skinni, sem kemur út þann 13. september hérlendis sem erlendis. Í tónleikaferðinni mun Ólöf meðal annars leika á undan stórstjörnunum í Air á fernum tónleikum í Frakklandi í nóvember og vítt og breytt um Bandaríkin með Blonde Redhead í nóvember og desember.
Alls er búið að staðfesta 32 tónleika fyrir ferðina, sem hefst á End of the Road Festival í Bretlandi 12. september og lýkur Austin, Texas.
Nýtt myndband við lag á plötunni, “Crazy Car”, hefur nú verið frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Stereogum. Lagið er eitt af þremur lögum plötunnar sem Ólöf syngur á ensku. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson leggur Ólöfu lið í laginu og myndbandinu, sem hann leikstýrir ásamt Asdís Sif Gunnarsdóttir. Mynbandið má finna hér að neðan.
Innundir skinni kemur út mánudaginn 13. september hjá One Little Indian plötuútgáfunni erlendis og hjá Smekkleysu hér á Íslandi. Meðal þeirra sem leggja Ólöfu lið á plötunni eru Skúli Sverrisson, Davið Þór Jónsson, María Huld Markan Sigfúsdóttir, Daníel Bjarnason, Matthías Hemstock, Róbert Reynisson, Ragnar Kjartansson og Björk. Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós stjórnar upptökum á plötunni, klíkt og hann gerði á síðustu og fyrstu plötu Ólafar, Við og við, sem kom út hjá 12 tónum árið 2007.
Kraumur tónlistarsjóður hefur unnið með Ólöfu Arnalds og stutt við tónleikhald hennar, kynningu á erlendum vettvangi og plötugerð Innundir skinni frá árinu 2008.
Innundir skinni – Tónleikferð:
09/12 – Salisbury, UK @ End of the Road Festival
09/14 – London, UK @ Bush Hall
09/15 – Bristol, UK @ Louisiana
09/16 – Manchester, UK @ Dulcimer
09/18 – Glasgow, UK @ Captain’s Rest
09/20 – Brussels, Belgium @ Botanique
09/21 – Berlin, Germany @ Private Club
09/23 – Hamburg, Germany @ Reeperbahm
09/24 – Dublin, Ireland @ Dublin Fringe Festival
09/25 – Paris, France @ Eustache
10/08 – Philadelphia, PA @ First Unitarian Chapel
10/09 – NY, NY @ Joe’s Pub
10/11 – Washington DC @ IOTA
10/15 – Columbus, OH @ Wexner Center
10/18 – Chicago, IL @ Schubas
11/03 – Brest, France @ La Carene *
11/04 – Caen, France @ Le Cargo *
11/05 – Paris, France @ Le Manege *
11/06 – Firminy, France @ De La Maison De La Culture *
11/14 – San Diego, CA @ House Of Blues ^
11/15 – Pomona, CA @ The Glass House ^
11/16 – Los Angeles, CA @ The Music Box ^
11/19 – San Francisco, CA @ Warfield Theater ^
11/20 – Portland, OR @ Roseland Theater ^
11/21 – Vancouver, BC @ Commodore Ballroom ^
11/24 – Seattle, WA @ Showbox at the Market ^
11/26 – Salt Lake City, UT @ The Depot ^
11/27 – Denver, CO @ Ogden Theater ^
11/29 – Houston, TX @ Warehouse Live Studio ^
11/30 – Dallas, TX @ Granada Theater ^
12/01 – Austin, TX @ La Zona Rosa ^