Leaves vinna að nýrri plötu
Hljómsveitin Leaves vinnur að gerð nýrrar breiðskífu með stuðning Kraums.
Hljómsveitin Leaves hefur undanfarnar mánuði unnið að gerð nýrrar breiðskífu sem ylgja mun í kjölfar síðustu plötu sveitarinnar, We Are Shadows, sem kom út árið 2009. Upphaflega stefnt að því að nýja platan kæmi út áður en árið er liðið, en nú hefur markmið verið sett á útgáfu í upphafi næsta árs.
Leaves hefur fylgt íslenskri rokkmenningu í tæpan áratug og á að baki líflegan feril, hérlendis sem erlendis. Sveitin var stofnuð snemma árs 2001 og á að baki þrjár breiðskífur; Breathe (2002), The Angela Test (2005) og eins og áður sagði We Are Shadows (2009) – sem meðal annars hafa fengið lofsamlega dóma hjá Q Magazine, Uncut og Rolling Stone.
Að sögn meðlima Leaves gengur vinnan við nýju plötuna vel og verið er að plana útgáfu hérlendis sem erlendis.
Kraumur tónlistarsjóður styður við gerð plötunnar.
HLEKKIR:
www.leaves.is/
Leaves á Facebook
Leaves á gogoyoko
Leaves á MySpace