Innrásin 2011 – Partíþokan svífur af stað

October 19, 2011

PARTÍÞOKAN verður á Græna Hattinum Akureyri laugardaginn 22. október

FM BELFAST, PRINSPÓLÓ, SIN FANG og BORKO

Það er nokkuð ljóst að sumarið er búið, haustið er að renna sitt skeið og veturinn að taka yfir kaldur og blautur. Það þýðir samt ekkert að stara í myrkrið eins og blindur kettlingur því það er spáð Partíþoku víða um land.

Partíþokan byrjar á Akureyri laugardaginn 22. október, nánar tiltekið Græna Hattinum, þar sem hljómsveitirnar FM Belfast, Prinspóló, Sin Fang og Borko munu skemmta með tónleikahaldi og uppistandi.

Aðrir viðkomustaðir Partíþokunnar verða kynntir síðar svo það borgar sig að fylgjast með fréttum af veðri og færð. Það verður sumsé þokalega góð stemming á Græna hattinum á laugardaginn, þokuljós og þokulúðrar, en munið bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Forsala miða er í Eymundsson Hafnarstræti og það borgar sig að tryggja sér miða í tíma því það leynist ýmislegt í þokunni.

Hér má hlusta á lagið Partíþokan í flutningi Prinspóló og FM Belfast: Partíþokan

Textinn við lagið er hér: Partíþokan texti

Það er Kraumur tónlistarsjóður, Rás 2 og Bílaleiga Akureyrar sem styðja við Partíþokuna.

Sjáumst í þokunni!