Partíþokan fer austur á land og lofar frábæru stuði
Austfirðingar og nærsveitungar, innfæddir, aðfluttir, brottfluttir, ungir sem aldnir, og aðrir gestir!
Partíþokan efnir til Jónsmessuhátíðar á Seyðisfirði helgina 22. og 23. júní.
Í þokunni leynist ýmislegt menningarlegt, m.a. tónleikar, uppistand, jónsmessubrenna, tjaldútilega (fyrir þá sem það kjósa) og allur hinn góði matur sem fjörðurinn er annálaður fyrir.
Bækistöðin er í félagsheimilinu Herðubreið þar sem fram koma:
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar
Ojba Rasta
Snorri Helgason
Prins Póló
Mr. Silla
Hugleikur Dagsson
Helgarpassi á viðburði hátíðarinnar í Herðubreið (föstudag og laugardag) kostar aðeins 3500 krónur.
Miðasala á hátíðina er hér: Miði.is
Jafnframt verður selt inn á hvert kvöld fyrir sig. Sú miðasala er á staðnum og kostar miðinn 2000 krónur.
Tjaldstæði er ekki innifalið í miðaverði en helgin á tjaldstæðinu kostar 1000 kr og er greitt á staðnum.
Afhending armbanda fer fram á Öldunni Seyðisfirði.
18 ára aldurstakmark er á hátíðina nema í fylgd með fullorðnum og 14 ára og yngri fá frítt inn í fylgd foreldris eða forráðamánns!
Nánari dagskrá verður birt á facebooksíðu Partíþokunnar innan skamms.
Við hlökkum til að sjá ykkur í hnausþykkri Partíþoku á Jónsmessunni :)
Nefndin