Miðasalan hafin á Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2013
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin helgina 12. Júlí – 14 Júlí næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram, sem fer ört vaxandi með hverju árinu. Í ár verða um 20 íslenskir tónlistarmenn sem koma fram auk þess koma fram fjórir erlendir tónlistarmenn.
Dagskráin í ár verður með því sniði að á föstudagskvöldinu verða tónleikar í félagsheimilinu Röst og byrja þeir kl. 20:00. Á laugardeginum hefst dagskráin utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum sem standa frá kl. 13 – 19 og verður dagskráin svo færð innanhús í félagsheimilið Röst kl. 20:00 og mun standa fram á nótt.
Í ár koma fram fjórir erlendir listamenn á Undir Jökli, en það eru engir nýgræðingar á þessu sviði: Mixmaster Morris frá Bretlandi (en hann kom einnig fram í fyrra) Mimetic frá sviss, Fishimself frá Grikklandi og Le Sherifs frá Egyptalandi, ásamt þeim verða helstu íslensku raftónlistarmenn landsins en það eru m.a þeir: Stereo Hypnosis, Futuregrapher, Ozy Úlfur, Samaris, Rúnar Magnússon, Tonik, Mikael Lind, Skurken og fleiri…..
Á svæðinu er ný uppgert kósý tjaldsvæði með salernis og sturtu aðstöðu. Hellissandur er lítill bær sem er yst á norðanverðu Snæfellsnesi. Útsýnið til Snæfellsjökuls annarsvegar og síðan suðurhluta Vestfjarða er einstakt. Miðaverð á hátíðina í ár verður 6.900 kr.
Fólk er hvatt til þess að tryggja sér armband tímanlega því síðustu 3 ár hefur selst upp og komust færri að en vildu.
Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag en þess ber að geta að Kraumur tónlistarsjóður styrkir hátíðana 2013, annað árið í röð.
Breska dagblaðið The Guardian kaus hátíðina eina af fimmtán athyglisverðustu tónlistarhátíðum í Evrópu 2012 sökum staðsetningar og umhverfis.