Agent Fresco lýkur tónleikaferðalagi sínu um Evrópu
Hljómsveitin Agent Fresco lauk í gærkvöldi Destrier tónleikaferðalagi sínu um Evrópu sem samanstóð af 30 tónleikum í 17 löndum.
Lokatónleikarnir fóru fram á Teatr tónleikastaðnum í Moskvu og líkt á langflestum tónleikum sveitarinnar á tónleikaferðinni var mæting gríðargóð, og stemmningin eftir því. Agent Fresco gaf nýlega út sína þriðju breiðskífu, Destrier, og var ferðin m.a. farin til að kynna plötuna í Evrópu. Sveitin hefur nú tilkynnt um fleiri tónleika á nýju ári í Þýskalandi, Spáni og á Íslandi á Aldrei for ég suður.
Kraumur styður Agent Fresco við að koma sér á framfæri á alþjóðavettvangi og tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu. Sveitin hlaut Kraumsverðlaunin fyrir sína fyrstu breiðskífu, sem kom út árið 2008 og var samnefnd sveitinni.
Hlekkir:
Facebook
Vefsíða Agent Fresco