Stuðningur við grasrótina í íslensku tónlistarlífi
Í Hljóðverssmiðjum Kraums gefst ungum og upprennandi listamönnum færi á að vinna með reyndari tónlistarmönnum, sem miðla þar af reynslu sinni og gefa góð ráð. Þátttakendum gefst þar tækifæri til að prófa sig áfram í fullkomnu hljóðveri, læra á nýja tækni, semja tónlist, vinna saman í góðu umhverfi og taka upp tónlist.
Smiðjurnar hafa farið fram á mismunandi stöðum, m.a. í Tankninum á Flateyri og Sundlauginni í Mosfellsbæ þar sem Sigur Rós og fleiri hafa tekið upp. Mugison, Páll Ragnar Pálsson og Pétur Ben hafa verið meðal leiðbeinenda.
Í sumum tilvikum hefur efniviður fyrir plötur orð til gegnum Hljóðverssmiðjur Kraums á meðan aðrir listamenn hafa nýtt upptökurnar sér til kynningar, m.a. í samskiptum við plötuútgáfur, og til dreifingar á netið og til útvarpsstöðva.
Smiðjurnar voru á árunum 2009-2014 starfræktar í samvinnu við Músíktilraunir sem tugir hljómsveita og listamanna á aldrinum 13-15 ára taka þátt ár hvert. Í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin var pláss í Hljóðverssmiðjum Kraums.
Meðal þeirra hljómsveita stekið hafa þátt í smiðjunum eru Of Monsters and Men, Vök, Samaris, Kaelo, The Vintage Caravan og Bróðir Svartúlfs sem myndaði upphafið að Úlfur Úlfur.
Hljóðverssmiðjur Kraums voru starfræktar á árunum 2009-2014.