Hljóðverssmiðjur

Stuðningur við grasrótina í íslensku tónlistarlífi

Í Hljóðverssmiðjum Kraums gefst ungum og upprennandi listamönnum færi á að vinna með reyndari tónlistarmönnum, sem miðla þar af reynslu sinni og gefa góð ráð. Þátttakendum gefst þar tækifæri til að prófa sig áfram í fullkomnu hljóðveri, læra á nýja tækni, semja tónlist, vinna saman í góðu umhverfi og taka upp tónlist.

Smiðjurnar hafa farið fram á mismunandi stöðum, m.a. í Tankninum á Flateyri og Sundlauginni í Mosfellsbæ þar sem Sigur Rós og fleiri hafa tekið upp. Mugison, Páll Ragnar Pálsson og Pétur Ben hafa verið meðal leiðbeinenda.

Afrakstur smiðjana er upptökur af tónlist sem listamennirnir geta nýtt á á þann hátt sem þeir kjósa.

Í sumum tilvikum hefur efniviður fyrir plötur orð til gegnum Hljóðverssmiðjur Kraums á meðan aðrir listamenn hafa nýtt upptökurnar sér til kynningar, m.a. í samskiptum við plötuútgáfur, og til dreifingar á netið og til útvarpsstöðva.

Smiðjurnar voru á árunum 2009-2014 starfræktar í samvinnu við Músíktilraunir sem tugir hljómsveita og listamanna á aldrinum 13-15 ára taka þátt ár hvert. Í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin var pláss í Hljóðverssmiðjum Kraums.

Meðal þeirra hljómsveita stekið hafa þátt í smiðjunum eru Of Monsters and Men, Vök, Samaris, Kaelo, The Vintage Caravan og Bróðir Svartúlfs sem myndaði upphafið að Úlfur Úlfur.

Hljóðverssmiðjur Kraums voru starfræktar á árunum 2009-2014.

Meðal þeirra hljómsveita sem tóku þátt í smiðjunum voru

Kaleo
Of monsters and men
Samaris
Vök