Tónleikahald hjómveita og listamanna innanlands
Innrásin er verkefni sem Kraumur setti á laggirnar vorið 2008, stuttu eftir að starfemi sjóðsins hófst. Alls hafa hátt í níutíu hljómsveitir og listamenn hlotið fjárhagslegan stuðning og ráðgjöf í gegnum verkefnið til tónleikahalds innanlands – og þannig eflt tónlistarlíf í landinu.
Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna og hljómsveita til tónleikahalds innanlands, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni.
Kostnaður við tónleikahald innanlands er umtalsverður, sérstaklega í tilvikum ungra upprennandi listamanna. Innrás Kraums var ýtt úr vör til að styðja tónlistarmenn og hljómsveitir við að standa straum af ferða- og kynningarkostnaði, auk þess að veita í ráðgjöf og stuðning í kynningar- og skipulagsmálum er varðar tónleikahald út á landi. Sjóðurinn hafði jafnfamt milligöngu um sameiginlegar tónleikaferðir ýmissa listamanna um landið.
Innrásin var starfrækt á árunum 2008-2014
Rás 2 var sérlegur samstarfsaðili Kraums við fjölda tónleika Innrásarinnar og studdi átakið með kynningum og umfjöllunum á þeim tónleikum sem fóru fram víða um land.
Meðal þeirra hljómsveita og listamanna sem Kraumur hefur stutt til tónleikhalds innanlands eru;
Í tengslum við Innrásina hefur Kraumur stutt við fjölda tónlistarhátíða á Íslandi.