Celestine plata og túr
Nóg að gerast hjá Celestine. Önnur breiðskífa sveitarinnar, sem Kraumur hefur stutt sveitina við að gera, er komin út og á að fást í öllum helstu búðum sem versla með tónlist. Útgáfa áætluð í Bandaríkjunum og Evrópu á næstu vikum. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi.
Frá Celestine; “Ætlum að túra um Ísland í nóvember og kynna plötuna. Síðan erum við á fullu að vinna í live plötunni sem við tókum upp í ágúst. Hún verður vonandi komin út í byrjun næsta árs. Sjö tommu splittið okkar með þýsku hljómsveitinni er einnig að fara að líta dagsins ljós bráðlega sem og einnig þriðja platan okkar sem við erum að vinna í núna.
Svona er staðan hjá Celestine núna. Molestin Records er einnig að fara að gera helling af verkefnum á næstu vikum.”
Celestine spilar níðþungt síðþungarokk í anda Isis, þar sem gríðaröflugir mínimalískir kaflar eru brotnir upp með tilraunakenndum „atmosferískum” innslögum. Söngurinn er nístandi, svo tilfinningaþrunginn er hann, og tónlistin ryðst áfram líkt og hlustandinn standi berskjaldaður frammi fyrir beljandi Dettifossi.
Tónleikarnir framundan
Nov 8 2008 19.30 – Styrktartónleikar Dordingull.com Reykjavík
Nov 12 2008 20.00 – Félagsmiðstöðin OZ Vík í Mýrdal
Nov 13 2008 20.30 – Sláturhúsið Egilsstaðir
Nov 14 2008 22.00 – Blúskjallarinn Neskaupsstaður
Nov 15 2008 21.30 – Allinn (Norðurhhjarametall 2008) Akureyri
Nov 21 2008 20.00 – Gallerý Gónhóll Eyrarbakki
Celestine á MySpace: www.myspace.com/celestinemusic