Nordic Affect tekur upp í Skálholtskirkju
Kammerhópurinn Nordic Affect mun um mánaðarmótin hefja upptökur á sinni fyrstu breiðskífu í Skálholtskirkju.
Kammerhópurinn Nordic Affect var stofnaður 2005 með það að markmiði að miðla ríkidæmi tónlistar 17. og 18. aldar og flytja samtímatónlist. Nafn hópsins er tilvísun í þá yfirlýstu stefnu tónskálda fyrri alda að miðla ‘affect’ eða tilfinningu til áheyrandans með tónsmíðum sínum. Með stofnun hópsins myndaðist starfsvettvangur fyrir tónlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að vilja með flutningi sínum varpa nýju ljósi á verk fyrri alda og halda á ókönnuð mið.
Kraumur tónlistarsjóður vinnur með hópnum og styður við upptökur og útgáfu fyrstu hljómplötu Nordic Affect.
Nordic Affect skipa;
Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðla
Georgia Browne, þverflauta
Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla
Hanna Loftsdóttir, selló og gamba
Karl Nyhlin, lúta
Guðrún Óskarsdóttir, semball
Hlekkir
Nordic Affect