Musemap.com lætur á sér kræla

September 16, 2009

Frumkvöðlaverkefnið musemap.com er vettvangur á netinu fyrir klassíska tónlist og nútímatónlist sem Hugi Guðmundsson tónskáld átti frumkvæði að því að setja á laggirnar.

MusMap.com er vefsíða sem sett var á laggirnar til að efla klassíska tónlist og styrkja tengsl þeirra sem að listgreininni starfa á einn eða annan hátt. Síðan varð til að frumkvæði Huga Guðmundssonar tónskálds, með tæknilegri aðstoð Nuno Zimas forritara frá Portúgal. Í upphafi þessa árs hlaut verkefnið stuðning frá Aurora velgerðarsjóði til að þróa verkefnið lengra og markaðsetja síðuna á alþjóðavettvangi.

Heimasíðunni er ætlað að vera einskonar torg fyrir einleikara, hljómsveitir eða tónskáld til að kynna sig, verk sín eða verkefni og jafnframt vettvangur fyrir skipuleggjendur viðburða af öllu tagi til að finna tónlist eða tónlistarflytjendur sem hæfa einhverjum viðburði. Aðstandendur síðunar komu henni upp í sjálfboðavinnu, en með stuðningi Auroru hefur þeim verið gert kleift að þróa og forrita kynningarkerfi hennar lengra.

Í rökstuðningi Auroru fyrir stuðningi við verkefnið segir m.a.

Mus.Map.com er afrakstur sjálfboðavinnu í þeim frumkvöðlaanda sem Aurora velgerðasjóður vill hlúa að og efla, einstætt viðfangsefni á sinn hátt og stuðlar ekki síst að því að klassísk tónlist nái eyrum ungs fólks. Hugi Guðmundsson hefur skýra framtíðarsýn í þessum efnum og og verkefnið sé tiltölulega smátt í sniðum, enn sem komið er, hefur það alla burði til að verða drifkraftur og áhrifavaldur í heimi klassískrar tónlistar um víða veröld. Vefurinn er helsti vettvangur kynningar og markaðssetningar dægurtónlistar en flytjendur, tónskáld og unnendur klassískrar tónlistar hafa hins vegar engan sameiginlegan vettvang átt þar fyrr en nú, að frumkvæði Huga.

Musemap.com er komið á fulla ferð og spennandi tímar framundan. Vefsíðan er enn sem komið er starfrækt í Beta prufumhverfi, en fjölmargir listamenn eru þegar farnir að nýta þjónustu þess. Framundan er frekari þróunarvinna og markaðsetning á síðunni.

Hlekkir:
musemap.com
Aurora velgerðarsjóður
Aurora styður Musemap.com