Kraumur verðlaunar sigursveitir Músíktilrauna
Kraumur óskar hljómsveitinni Of Monsters and Men til hamingju með sigur í Músíktilraunum 2010 og býður sveitinni sæti í Hljóðverssmiðjur Kraums.
Hljómsveitinni Of Monsters and Men bar sigur úr bítum í hinni árlegu tónlistarhátíð og hljómsveitakeppni Músiktilraunir 2010. Sem sigursveit keppninar mun hún, ásamt Vulgate, sem lenti í 2. sæti, og The Assassin of a Beautiful Brunette, sem lenti í 3. sæti, fá sæti í HljóðverssmiðjumKraums í sumar.
Markmiðið með Hljóðverssmiðjunum er að styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi, miðla reynslu og gefa ungum og upprennandi tónlistarmönnum tækifæri á að taka upp efni sem nýst getur við kynningu (t.a.m. dreifingar á netinu og til útvarpsstöðva) og/eða sem byrjun á upptökum á breiðskífu.
Þetta er í annað sinn sem Kraumur verðlaunar hljómsveitirnar sem lendar í fyrstu þrem sætunum á Músíktilraunum. Í kjölfar Músiktilrauna 2009 var Bróðir Svartúlfs, Ljósvaga og The Vintage boðin þátttaka í Hljóðverssmiðjum 2009 sem fram fóru í Tankinum á Ísafirði þar sem leiðbeinendur voru Mugison (Örn Elías Guðmundsson) tónlistarmaður, Páll Ragnar Pálsson tónlistarmaður með BA í Tónsmíði frá Listaháskóla Íslands og Önundur Hafsteinn Pálsson, tónlistarmaður, upptökumaður og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri.
Músikiltraunir hefur verið einn helsti vettvangur ungra íslenskra tónlistarmanna til að koma sér og tónlist sinni á framfæri í yfir 25 ár, og hefur samstarf Kraums og Músiktilrauna verið mjög farsælt. Listi hljómsveita og listamanna sem borið hafa sigur úr bítum á Músíktilraunum er langur. Meðal sigurvegara keppninar – sem haldin hefur verið árlega frá 1986 – eru; Greifanir, Kolrassa Krókríðandi/Bellatrix, Maus, Botnleðja, Stjörnukisi, Mínus, XXX Rottweiler, Mammút, Jakobínarína, Agent Fresco og nú síðast Bróðir Svartúlfs.
Kraumur styður við sigurvegara Músíktilrauna 2009 og sveitirnar sem lenda í 2. og 3. sæti með plássi í Hljóðverssmiðjum Kraums og Tanksins á Flateyri [mynd]. Um er að ræða eina vika í hljóðverinu, samtals 70 upptökutíma með hljóðmanni, auk leiðbeininga og kennslu frá reyndari listamamönnum. Gisting innifalin.