Myndband: Kraumur heimsóttur af SIR

August 23, 2010

Nýr þáttur Sleepless in Reykjavik kominn á netið með viðtölum og umfjöllun um starfsemi Kraums.

Þriðji þáttur vefþáttarins Sleepless in Reykjavik, sem sérhæfir sig í umfjöllun um íslenska tónlist og íslenskt tónlistarlíf, er komið á netið. Meðal efnis í þættinum er umfjöllun um starfsemi Kraums og viðtal við Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóra Kraums, og Elízu Geirsdóttir Newman, sem fer fyrir Trúbatrix hópnum, og var stödd á skrifstofu Kraums þegar liðsmenn SIR bar að garði.

Sleepless in Reykjavik hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir flotta þætti sína, en hver þáttur er um 15 mínutur að lengd. Viðtalið og umfjöllunin um Kraum hefst á mínútu 05.35 en þátturinn hefst á umfjöllun um myndbandagerð hljómsveitarinnar Ourlives og endar á tónleikaferð Árstíða um Vestfirði. Meðal efnis í fyrstu þrem SIR þáttunum hefur verið;

  • Ólafur Arnalds, viðtal (þáttur #1)
  • Kynning á Sleepless in Reykjavik (þáttur #1)
  • Heimsókn til gogoyoko.com (þáttur #1)
  • Viðtal við Reykjavík! (þáttur #2)
  • Heimsókn á æfingu Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands (þáttur #2)
  • Kynning á Eistnaflug tónlistarhátíð (þáttur #2)
  • Dalton og Elektra á tónleikaferð (þáttur #2)
  • Hljómsveitin Árstíðir á Vestjförðum (þáttur #3)
  • Ourlives myndbandagerð (þáttur #3)
  • Kraumur tónlistarsjóður heimsóttur (þáttur #3)

Hlekkir
Sleepless in Reykjavik – www.sir.is
Viðtal við skapara þáttana – Gunnar B. Guðbjörnsson-Sound & Vision
Sleepless in Reykjavik þáttur nr. 3 á Vimeo
Sleepless in Reykjavik á Facebook

The Sleepless In Reykjavik WebTv Series – Episode 3 from Gussi – Sleepless In Reykjavik on Vimeo.