Kraumur á Menningarnótt

August 19, 2010

Kraumur og nágrannar í Vonarstræti sameinast um dagskrá og verða með opið hús á Menningarnótt. Kraumur og Trúbatrix bjóða upp á tónleika á Rósenberg.

Kraumur tónlistarsjóður, Hönnunarsjóður Auroru og Hönnunarmiðstöð Íslands – sem deila aðstöðu í húsinu að Vonarstræti 4B (portið á móti Iðnó) – verða með opið hús og sameinast um dagskrá á Menningarnótt. Hljómsveitin Orphic Oxtra (mynd) mun taka lagið, lifandi upptökur frá HönnunarMarsi 2010 sýndar, svipmyndir frá hönnunarsýningunum Iceland Contemporary Design sem opnaði á Listahátíð 2009 og sitthvað fleira.

Opið hús og dagskrá frá klukkan 18.00-22.00. Orphic Oxtra spilar klukkan 20.00. Allir velkomnir!!

Auk þess mun Kraumur og Trúbatrix bjóða upp á tónleika á Kaffi Rósenberg. Tónleikarnir þar eru liður í tónleikaferð um landið þar sem Lára, Myrra Rós og fleiri tónlistarkonur leika víða um land. Húsið opnar klukkan 20.00 og tónleikarnir hefjast skömmu síðar. Aðgangur er ókeypis.

Hlekkir
Trúbatrix og Kraumur tónleikaferð – Tónlistarkonur leggja land undir fót
Trúbatrix Hönnunarsjóður Auroru – www.honnunarsjodur.is
Hönnunarmiðstöð Íslands – www.honnunarmidstod.is
Menningarnótt – www.menningarnott.is