Tónlistarkonur leggja land undir fót

August 18, 2010
Vikulöng tónleikaferð Trúbatrix og Kraums kynnir til leiks ungar og upprennandi tónlistarkonur auk – auk stærri nafna á borð við Láru (mynd).

Trúbatrix og Kraumur skipuleggja tónleikaferð tónlistarkvenna um Ísland. Tónleikaferðin hefst fimmtudaginn 19. ágúst, í Keflavík og lýkur á Hornafirði viku síðar. Tónleikaferðin er liður í Innrásinni sem er verkefni Kraums til stuðnings tónleikahaldi innanlands og miðar að því að gefa tónlistarmönnum og hljómsveitum færi á að kynna sig og tónlist sína sem víðast með tónleikahaldi – og efla tónlistarlífið á landsbyggðinni.

Trúbatrix, félagskapur tónlistarkvenna sem m.a. hefur staðið að útgáfu og tónleikahaldi, er kominn aftur á kreik á ný eftir velheppnaðan tónleikaferð í vor til Bretlands og er nú að setja í gírinn fyrir tónleikaferð um Ísland í ágúst í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Þetta er í annað sinn sem Trúbatrix og Kraumur leggja krafta sína saman og skipuleggja tónleikaferð um landið. Líkt og í síðustu tónleikaferð verður áherslan lögð á að kynna nýjar og efnilegar íslenskar tónlistarkonur til leiks, en nokkur ný bæjarfélög verða heimsótt.

Trúbatrix og Kraumur auglýstu fyrr í sumar eftir nýjum tónlistarkonum til að koma fram á tónleikaferðinni í ár og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Fjöldi stúlkna hafði samband og komust færri að en vildu. Munu að minnsta kosti tíu tónlistarkonur sem lítið sem ekkert hafa komið fram opinberlega stíga á stokk í ferðinni, ásamt reyndari og þekktari tónlistarkonum.

Tónleikaferðin hefst á morgun, fimmtudaginn 19. ágúst í Keflavík.

Trúbatrix og Kraumur – Tónleikaferð – Ágúst 2010

  • 19.ágúst, fimmtudagur – Keflavík, Paddy´s
  • 21. ágúst, laugardagur (menningarnótt) – Reykajvík, Kaffi Rósenberg
  • 24. ágúst, þriðjudagur – Eyrabakka,  Merkigils
  • 25. ágúst, miðvikudagur – Akranes, Gamla Kaupfélagið.
  • 26. ágúst, fimmtudagur – Höfn, Pakkhúsið


Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00

Aðgangur á alla tónleika er ókeypis, en gestir eru kvattir til að veita fráls framlög til að styrkja frekara starf Trúbatrix.

Fram koma:
Lára
Myrra Rós [mynd hér að ofan]
Halla Norðfjörð
Elín Ey

og…

Tíu nýjar ungar og upprennandi tónlistarkonur:
Þorgerður
Elínborg Harpa
Agnes Björt
Mamiko Dís
Guðrún Birna
Lilja Sigurðardóttir
Emma Ævars
Guðný Gígja
Bjartey
Soffía Björg


Frekari upplýsingar um nýja flytjendur :

Mamiko Dís
http://www.myspace.com/mamikodis
Mamiko Dís Ragnarsdóttir lauk B.A.-gráðu í tónsmíðum árið 2008 við Listaháskóla Íslands og hefur útskriftarverk hennar “Japönsk sálumessa” sem flutt var í Langholtskirkju hlotið frábærar viðtökur og hægt að heyra upptökuna á myspace-síðu hennar. Að auki hefur hún lokið framhaldsprófi í klassískum píanóleik.

Þorgerður
http://tobba.bandcamp.com/
Er 8 ára píanónám að baki og er frá Dalvík, með brennandi áhuga á öllu því sem tengist tónlist og byrjaði að semja vorið 2009. Helstu fyrirmyndirnar eru Joni Mitchell, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ellý Vilhjálms.

Ingunn Huld
Er grunnskólakennari og kennir tónlist og leiklist. Lærði á þverflautu í mörg ár og lærði síðar að glamra á píanó og gítar. Nemandi við Tónlistarskóla FÍH þar sem ég lærir jazzsöng.

Lilja Sigurðardóttir
www.myspace.com/liljaiceland,
www.youtube.com/liljasig
Er 24 ára, fædd og uppalin á Patreksfirði.  Á helling til af lögum, bæði á íslensku og ensku og er byrjuð að taka upp plötu. Auk þess að spila og syngja stundar hún í flugumferðarstjórn.

Elínborg Harpa
Spilar á gítar, er 17 ára og byrjaði að semja fyrir stuttu. Hlakkar til að koma tónlistinni minni á framfæri.

Emma Ævars
www.myspace.com/unknownemma
Emma Ævarsdóttir er 21 árs gömul, ættuð frá Suðureyri við Súgandafjörð en búsett í Kópavogi. Byrjaði að fikta á gítar 12 ára gömul.

Guðrún Birna
Guðrún Birna Jakobsdóttir, kölluð Gugga er 22 ára stelpa úr Reykjavík.

Agnes Björt
http://www.myspace.com/agnesbmusic

Soffía Björg
http://www.myspace.com/soffiabjorg