Seabear í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum

August 13, 2010

Hljómsveitin Seabear leikur vítt og breytt um Evrópu og Ameríku í kjölfar útgáfu á annari breiðskífu sinnar ‘We Built a Fire’, með stuðningi og í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð.

Hljómsveitin Seabear hlaut styrk frá Kraumi til að halda erlendis á tónleikaferðalag fyrr á árinu. Í fyrstu tónleikaferðinni var haldið til Þýskalands og Austurríkis. Tónleikar gengu vonum framar. Vel var mætt á alla tónleika og ný plata sveitarinnar, ‘We Built a Fire’ sem þá var formlega ekki komin út, seldist að sögn meðlima sveitarinnar mjög vel. Góð aðsókn í Þýskalandi og nágrannalöndum má hugsanlega tengja við það að plötufyrirtækið Morr Music, sem Seabear gefur út hjá, er frá Þýskalandi.

  • 28/02/10 : Feinkostlampe ˆ Hannover (D)
  • 01/03/10 : Steinbruch ˆ Duisburg (D)
  • 02/03/10 : Hafenklang ˆ Hamburg (D)
  • 03/03/10 : Nato ˆ Leipzig (D)
  • 04/03/10 : Festsaal ˆ Kreuzberg (D)
  • 05/03/10 : Beatpol ˆ Dresden (D)
  • 06/03/10 : 59to1 ˆ Munich (D)
  • 07/03/10 : B72 ˆ Vienna (A)

Hljómsveitin ferðaðist um á 9 manna bíl og gisti á hótelum í hverri borg fyrir sig. Tilgangur ferðarinnar var fyrst og fremst að kynna nýju plötu sveitarinnar. Platan seldist eins og áður sagði vel ásamt öðrum fylgihlutum sem Seabear selur á borð við boli og töskur.

“Stuðningur Kraums nýttist vel því á þessu ferðalagi þurfti að borga hljóðmanni ásamt tveimur auka hljóðfæraleikurum, sem ekki eru í hljómsveitinni. Aðrir kostnaðarliðir eru: Bensín, hótel (sumsstaðar) ásamt ýmsu öðru sem þarf að leggja út í svona ferðalagi.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Þýskalandi

Svipaða sögu er að segja frá tónleikaferð Seabear um Bandaríkin og Kanada, sem farin var frá 17.mars-2.apríl. Góð mæting og áhugi á tónlist sveitarinnar. Þar spilaði Seabear á eftirfarandi stöðum:

Seabear byrjaði ferðalagið í Austin þar sem spilaði á einni stærstu tónlistarhatíð heims, South By Southwest, auk fjölda aukatónleika í borginni. Tónleikarnir gengu mjög vel og var hljómsveitinni vel tekið. Eftir South by southwest lá leiðin upp austurströndina og tónleikaröðin var eins og sjá má hér fyrir neðan. Tónleikar gengu vel en á þessum tíma var platan komin út og því aðeins minna að gera í plötusölu á sjálfum tónleikunum, enda platan komin í verslanir.. Engu að síður seldust bolir og aðrir fylgihlutir vel – sem skiptir hljómsveitina miklu til að ná endum saman.

  • Wed. Mar 17: Austin, TX @ SXSW
  • Thu. Mar 18: Austin, TX @ SXSW
  • Fri. Mar 19: Austin, TX @ SXSW
  • Tue. Mar 23: Washington, DC @ Black Cat backstage
  • Wed. Mar 24: Philadelphia, PA @ Kung Fu Necktie
  • Thu. Mar 25:  New York, NY @ Mercury Lounge
  • Fri. Mar 26: Brooklyn, NY @ Southpaw
  • Sun. Mar 28: Cambridge, MA @ TT the Bear’s
  • Tue. Mar 30: Montreal, QC @ L’escogriffe
  • Wed, Mar 31: Toronto, ON @ Horseshoe Tavern
  • Thu. Apr 01: Cleveland, OH @ Grog Shop
  • Fri. Apr 02: Chicago, IL @ Schuba’s

Tilgangur ferðarinnar var að svara eftirspurn og spila í Bandaríkjunum/Kanada þar sem Seabear hafði aldrei áður komið þangað. Einnig til að fylgja nýju plötu sveitarinnar ‘We built a fire’ eftir. Tónleikar eins og í Washington, Chicago, tvennir tónleikar í New York, Toronto gengu mjög vel og troðfullt var á þessum stöðum.

“Styrkur Kraums nýttist mjög vel á Bandaríkjatúrinn þar sem hljómsveitin þurfti að borga flugfarið fyrir alla í hljómsveitinni. Flugið er aðal kostnaðarliðurinn en eins og áður þá þurfti að borga hljóðmanni, tveimur aukahljóðfæraleikurum, “merch” manni, bensín, hótel (á mörgum stöðum), vegatoll ásamt ýmsu fleiru sem tengist því að ferðast.”
segir Sóley Stefánsdóttir úr Seabear um stuðning Kraums við tónleikhaldið í Bandaríkjunum

- Seabear fór síðan á 3 vikna langan Evróputúr í maí.
– Í september fer sveitin síðan aftur á Þýskalandstúr sem endar á festivali í Berlín
– Í Október fer sveitin á vesturströnd Bandaríkjanna
– Í Nóvember fer sveitin síðan til Evrópu

“Seabear vill senda allar sínar bestu kveðjur og þakkir til Kraums fyrir að hafa stutt okkur á þessum tónleikaferðalögum.”

Kraumur tónlistarsjóður er stoltur af stuðningi við tónleika Seabear, mikil ánægja ríkir með árangur sveitarinnar við kynningu á tónlist sinni og nýjustu breiðskífu.