Auður, bagdad brothers, Elli Grill, GDRN, Kælan Mikla og ROHT hljóta Kraumsverðlaunin 2018

December 11, 2018


Árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs Auroru velgerðarsjóðs, Kraumsverðlaunin, voru afhent í dag fyrir þær íslensku plötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru afhent, en alls hafa 57 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum 343 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sit.

Verðlaunin í ár hljóta:

 • Auður –  Afsakanir
 • Bagdad Brothers – Jæja
 • Elli Grill – Pottþétt Elli Grill
 • GDRN – Hvað ef
 • Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt
 • Roht – Iðnsamfélagið og framtíð þess

Verðlaunahafar ársins komu saman á Bryggjunni úti á Granda í dag og tóku á móti verðlaunum, auk þess sem GDRN og bagdad brothers léku nokkur lög.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna, hinn svokallaða Kraumslista. Alls rötuðu 21 plötur inn á þann úrvalslista, og þær eru: 

 • Andi – Allt í einu
 • asdfhg.. – Örvæntið ekki
 • Auður – Afsakanir
 • aYia – aYia
 • bagdad brothers – JÆJA.
 • Birnir – Matador
 • BRÍET – 22.03.99
 • Cyber (Unofficial: CYBER) – BIZNESS
 • Elli Grill – Pottþétt 2018
 • GDRN – Hvað ef
 • GYDA (Gyda Valtysdottir) – Evolution
 • Hekla – Á
 • Íbbagoggur (Héðinn Finnsson) – Le quatuor diabolique inexistant: trois pièces sinistres d’Íbbagoggur
 • Johnny Blaze & Hakki Brakes – Vroom Vroom Vroom
 • Jónbjörn – Isms
 • Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt
 • Nordic Affect – He(a)r
 • Ragga Holm – Bipolar
 • ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
 • Sideproject – isis emoji
 • Sigrún – Onælan

Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er tónlistarsjóðurinn Kraumur sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs.