Between Mountains, Bjarki, Gróa, Hlökk, K.óla og Sunna Margrét hljóta Kraumsverðlaunin 2019

December 12, 2019


Fjölbreyttur hópur listamanan hlýtur Kraumsverðlaunin í ár fyrir plötur sínar. Þetta er í tólfta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðasjóðs stendur fyrir afhendingu verðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Verðlaunaplöturnar í ár spanna ýmsar tónlistarstefnur og strauma, allt frá poppi og rokki, yfir í teknó, nútíma klassík og tilraunatónlist. Þær eru;

  • Between Mountains – Between Mountains
  • Bjarki - Happy Earthday
  • Gróa – Í glimmer heimi
  • Hlökk - Hulduljóð
  • K.óla – Allt verður alltílæ
  • Sunna Margrét – Art of History

Alls hafa nú 69 hljómsveitir og listamenn nú hlotið Kraumsverðlaunin fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Meðal þeirra eru; Auður, Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GDRN, Gyða Valtýsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JFDR, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Sin Fang og Sóley.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar í ár, enda hlustaði dómnefndin á rúmlega 350 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2019.

Tilkynnt var um Kraumstlistann 2019, tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, fyrr í mánuðinum. Í á voru það 25 plötur sem náðu inn á Kraumslistann

          • Ásta Pjetursdóttir – Sykurbað
          • Berglind María Tómasdóttir - Herberging
          • Between Mountains – Between Mountains
          • Bjarki – Happy Earthday
          • Countess Malaise – Hystería
          • Felix Leifur – Brot
          • Grísalappalísa – Týnda rásin
          • Gróa - Í glimmer heimi
          • Gugusar - Martröð
          • Hildur Guðnadóttir – Chernobyl
          • Hist og – Days of Tundra
          • Hlökk – Hulduhljóð
          • Hush – Pandemonial Winds
          • K.óla - Allt verður alltílæ
          • kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar
          • Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)
          • Kristín Anna – I must be the devil
          • Milena Glowacka – Radiance
          • Myrra Rós – Thought Spun
          • Sideproject – sandinista release party / ætla fara godmode
          • Skoffín – Skoffín bjargar heiminum
          • Stormy Daniels – Agi styrkur einbeiting harka úthald hafa gaman
          • Sunna Margrét – Art of History
          • Tumi Árnason / Magnús Trygvason Eliassen – Allt er ómælið

DÓMNEFND

Kraumsverðlaunin og Kraumslistinn eru valin af átta manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir

KRAUMUR OG AURORA VELGERÐARSJÓÐUR

Aðstandandi Kraumslistans og Kraumsverðlaunanna er tónlistarsjóðurinn Kraumur sem starfræktur er á vegum Auroru velgerðasjóðs. Auk þess að starfrækja Kraum styður Aurora velgerðarsjóður við þróun og menningu hérlendis sem erlendis í gegnum margvísleg verkefni sem er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta.