Kraumur kynnir starfsemi sína á fræðslufundi

November 8, 2010


Kraumur kynnir starfsemi sína á fræðslufundi Útón/IMX í Norræna húsinu.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlist (ÚTÓN/IMX) stendur fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu þriðjudagskvöldið 9. nóvember. Þar verður fallað verður um gerð umsókna, raunhæfra fjárhagsáætlana, auk fleiri atriða sem skipta máli þegar sóst er eftir styrkjum. Auk þess verður fjallað um fjármögnunarleiðir eins og Pledge Music og Kickstarter og rætt við tónlistarfólkið Sunnu Gunnlaug djasspíanista og Guðfinn Sveinsson úr For a Minor Reflection sem hafa nýtt sér þessar leiðir með góðum árangri.

Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums mun kynna starfsemi sjóðsins, umsóknarferli og verkefni hans. Fulltrúar annara sjóða munu einnig kynna sína starfsemi, m.a. Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

Námskeiðsgjald er 5.000 krónur (3.000 krónur fyrir félagsmenn FTT, TÍ, FÍH, FÍT og FHF). Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn og létt hressing. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Skráning er hjá greta@islandsstofa.is. Nánari upplýsingar veitir Kamilla Ingibergsdóttir hjá kamilla@icelandmusic.is og í síma 511 4000.

Hlekkir
www.uton.is
www.icelandmusic.is