Kraumslistinn á Airwaves

October 13, 2010

Kraumur mun standa fyrir dreifingu á verðlaunaplötum Kraumslistans frá síðustu tveim árum til erlendra blaðamanna yfir Airwaves hátíðina.

Kraumslistinn (áður Kraumsverðlaun) var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumslistinn var fryst valinn í lok árs 2008 og snýst fyrst og fremst um að styðja við og vekja athygli á þeim plötum dómnefnd velur til Kraumslistans, frekar en eina einstaka verðlaunaplötu. Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að dómnefnd velur 5 verðlaunaplötur sem gefnar eru út á árinu. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda verðlaunaplatna, en það skal aðeins gert ef alveg sérstök ástæða þykir til.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 16 aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Verðlaunaplötur 2008:

 • Agent Fresco – Lightbulb Universe
 • FM Belfast – How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson – Apocrypha
 • Ísafold – All Sounds to Silence Come
 • Mammút – Karkari
 • Retro Stefson – Montaña

Verðlaunaplötur 2009:

 • Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
 • Bloodgroup – Dry Land
 • Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
 • Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
 • Hjaltalin – Terminal
 • Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Hlekkir
Markmið & verðlaun
Dómnefnd og reglur
Saga & bakgrunnur
Kraumslistinn 2008
Kraumslistinn 2009