Kraumslistinn 2010 – Sex verðlaunaplötur
Kraumslistans 2010 – Eftirtalda plötur hljóta verðlaun
- Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
- Daníel Bjarnason – Processions
- Ég – Lúxus upplifun
- Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
- Nolo – No-Lo-Fi
- Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Þeir titlar sem hljóta plötuverðlaun Kraums hljóta stuðning frá Kraumi í formi plötukaupa og kynningu á verðlaunaplötunum á erlendum vettvangi. Samtals hafa nú 60 hljómplötur verið tilnefndar til verðlaunanna og lent á úrvalslista Kraumslistans og 12 hljómplötur – frá flytjendum á borð við Hjaltalín, Huga Guðmundsson, Ísafold kammersveit, Agent Fresco og FM Belfast – komist á lokalista Kraumslistans árin 2008-2010.
Val dómnefndar Kraumslistans, bæði hvað varðar tilnefningar og verðlaunaplötur, kemur oft á óvart og þar leynast oft hljómplötur sem með valinu fá verðskuldaða athygli.
Óhætt að segja að árið í ár hafi verið öflugt hvað plötuútgáfu varðar, enda fjölmargir spennandi titlar sem ekki komast á úrvalslista Kraumslistans fyrir árið 2010.
Kraumslistinn – Úrvalslisti / Eftirtalda plötur eru tilnefndar til Kraumslistans 2010:
- Agent Fresco – A Long Time Listening
- Amiina – Puzzle
- Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
- Daníel Bjarnason – Processions
- Ég – Lúxus upplifun
- Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
- Kammerkór Suðurlands – Iepo Oneipo
- Miri – Okkar
- Momentum – Fixation, At Rest
- Moses Hightower – Búum til börn
- Nolo – No-Lo-Fi
- Ólöf Arnalds – Innundir skinni
- Prinspóló – Jukk
- Retro Stefson – Kimbabwe
- Samúel Jón Samúelsson Big Band – Helvítis Fokking Funk
- Seabear – We Built a Fire
- Sóley – Theater Island
- Stafrænn Hákon – Sanitas
- Valdimar – Valdimar
- Quadruplos – Quadroplos
Markmið Kraumslistans er:
- Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
- Verðlauna og verkja athygli á því sem er nýtt og spenanndi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
- Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
Kraumslistinn
Kraumslistanum (stundum kölluð Kraumsverðlaun) er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.
Verðlaun
Kraumur mun styðja við þær plötur sem dómnefnd velur á Kraumslistann, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum (100 stk hver plata árin 2008 og 2009) og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).
KRAUMSLISTINN 2008
- Agent Fresco – Lightbulp Universe)
- FM Belfast – How to Make Friends
- Hugi Guðmundsson – Apocrypha
- Ísafold kammersveit – All Sounds to Silence Come
- Mammút – Karkari
- Retro Stefson – Montana
*20 platna úrvalslisti ársins má finna hér: http://kraumur.is/kraumslistinn/kraumslistinn-2008/
KRAUMSLISTINN 2009
- Anna Guðný Guðmundsdóttir – Tuttugu tillit til Jesúbarnsins
- Bloodgroup – Dry Land
- Helgi Hrafn Jónssonon – For the Rest of My Childhood
- Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
- Hjaltalín – Terminal
- Morðingjarnir – Flóttinn mikli
*20 platna úrvalslisti ársins má finna hér: http://kraumur.is/kraumslistinn/kraumslistinn-2009/