Ráðstefna og námskeið á Aldrei fór ég suður

April 10, 2011

Kraumur og Aldrei fór ég suður standa fyrir tónlistarráðstefnu og fræðslunámskeiði á rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði um páskana. Opin öllum og engin aðgangseyrir.

Þriðja árið í röð stendur Kraumur tónlistarsjóður, í samvinnu við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ,fyrir ráðstefnu og fræðunámskeiði á Ísafirði um páskana, 21.-23. apríl. Undanfarin tvö ár hefur verið farið um víðan völl á ráðstefnunum þar sem m.a. hefur verið komið inn á réttindi tónlistarmanna, tekjuleiðir og aðgengi almennings að tónlist á netinu.

Líkt og undanfarin ár munu hljómsveiti og listamenn sem koma fram á hátíðinni taka þátt í námskeiðinu. Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í ár eru;

  • Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir
  • Ensími
  • FM Belfast
  • Grafík
  • Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar
  • Klassart
  • Nýdönsk
  • Páll Óskar
  • Pétur Ben
  • Prinspóló
  • Valdimar
  • … og fleiri

Frítt er inn á ráðstefnuna, og hún er öllum opin. Boðið upp á kaffi og með því. Sömuleiðis er ókeypis á hátíðina eins og undanfarin ár.

Tónlistarráðstefnur Kraums á Aldrei fór ég suður:

Tenglar
Heimasíða Aldrei fór ég Suður
Tónlistarráðstefna og námskeið Kraums á Aldrei fór ég suður