Sin Fang fær lof

May 8, 2011

New York Times eru meðal þeirra miðla sem lofað hafa breiðskífu Sin Fang, Summer Echoes, sem kom út í síðasta mánuði.

Árið 2008 gaf Sindri Már Sigfússon út fyrstu breiðskífu sóló verkefnis síns Sin Fang Bous; Clangour. Platan vakti verðskuldaða athygli og var meðal annars á úrvalslista Kraumslistan/Kraumsverðlaunanna fyrir það árið. Nú þremur árum síðar hefur Sindri sleppt Bous endingunni og gefið út plötu númer tvö; Summer Echoes.

Summer Echoes kemur út hjá hjá Morr Music í Evrópu og Bandaríkjunum, en undir merkjum Kimi Records á Íslandi. Hennur hefur verið vel tekið víða m.a. hlotið góða dóma hjá einu helsta vefriti tónlistargrúskara, Pitchfork Media, og New York Times.

Platan inniheldur 12 lög eins og Sindra til halds á trausts plötunni eru m.a. hljóðfæraleikarnir Róbert Reynisson, Arnljótur Sigurðsson og Magnús Tryggvason Eliassen en einnig syngja þær Sóley Stefánsdóttir og systurnar Sigurrós Elín, Lilja og Ingibjörg Birgisdætur í nokkrum lögum.

Sindri Már Sigfússon er meðlimur hljómsveitarinnar Seabear.

Kraumur tónlistarsjóður studdi Sindra Má Sigfússon við gerð Summer Echoes.

Hlekkir:
Sin Fang á Myspace
Summer Echoes á gogoyoko
Summer Echoes á tonlist.is
Morr Music