Úthlutun til verkefna og listamanna á Faktorý

May 9, 2011

Fyrsta úthlutun Kraums til listamanna, hljómsveita og verkefna á sviði íslenskrar tónlistar árið 2011 fer fram á Faktorý bar miðvikudaginn 11. maí, klukkan 16.00

Kraumur tónlistarsjóður kynnir stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf og niðurstöðu umsóknarferlis sem staðið hefur síðustu misseri á Faktorý bar, Smiðjustíg 6.

Samkvæmt hefðinni verður glatt á hjalla, lifandi tónlist og léttar veitingar.

– Framkvæmdastjóri og stjórn Kraums