Kraumslistinn 2011
November 28, 2011
Nú er verið að fara yfir útgáfuárið 2011 og velja plötur á Kraumslistann. Það er greinilegt að margar frábærar plötur komu út á árinu og að dómnefndinni bíður erfitt verkefni.
Markmið verðlaunanna er að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita. Vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist og vekja athygli á þeim verkum sem sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Frekari upplýsingar um markmið verðlaunanna má finna hér.
Umsóknarferli:
- Ekkert umsóknarferli er fyrir listamenn / plötuútgáfur.
- Ekkert þátttökugjald er fyrir listamenn / plötuútgáfur.
- Plötur eru valdar á Kraumslistann óháð tónlistarstefnu, sölu, útgáfuformi eða útgáfufyrirtæki.
Dómnefnd tekur á móti ábendingum frá listamönnum og plötuútgáfum um titla sem gefnir hafa verið út 2011. Vinsamlegast sendið ábendingar á kraumur@kraumur.is.