Hjaltalín á Great Escape
Hljómsveitin Hjaltalín hefur tónleikaferð sína um Bretlandseyjar í kvöld, leikur á tónlistarhátíðunum Great Escape í Brighton og Eurocultured í Manchester síðar í mánuðinum.
Hjaltalín hefur tónleikaferð sína með Bretland með tónleikum á Shakespeare í Sheffield í kvöld. Framundan eru tónleikar í fleiri borgum Englands, auk Edinborg og Glasgow í Skotlandi og Cardiff í Wales. Hápunktur ferðarinnar er vafalaust tónleikar á tónlistarhátíðinni Great Escape í Brighton 14. og 15. maí.
Meðal annarra listamanna sem koma fram á Great Escape 2009 eru The Black Lips, The Pipettes og Kasabian. Bretlands-túrnum lýkur síðan í Manchester á Eurocultured hátíðinni.
Hjaltalín leikur á Listahátíð í Reykjavík í Íslensku óperunni miðvikudaginn 27. maí ásamt kammersveit, undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Mánuðinum lýkur sveitin síðan á Cooperative De Mai í Clermont-Ferrand, Frakklandi (29. maí) og Live Across Festival í Mílanó, Ítalíu.
Kraumur vinnur með og styður Hjaltalín til afreka innanlands sem utan á árinu, þar með talið tónleikahald sveitarinnar og gerð nýrrar breiðskífu.