For a Minor Reflection & Ólafur Arnalds á SPOT

May 22, 2009

Hljómsveitin For a Minor Reflection og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds á einni stærstu tónlistarhátíð Norðurlanda; SPOT Festival 21.-23. maí.

Emelíana Torrini, Dísa, Svavar Knútur, For a Minor Reflection [mynd] Ólafur Arnalds eru meðal þeirra 110 listamanna og hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni SPOT í Árósum, Danmörku, um helgina.

SPOT Festival hefur farið fram árlega síðan árið 1994. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur að mestu af hljómsveitum og listamönnum víðsvegar að frá Norðurlöndunum, aðallega nýjum hljómsveitum á uppleið – en einnig stærri númerum. Ýmsar smiðjur og ráðstefnur fara fram samhliða tónlistarhátíðinni.

Meðal þeirra sem hafa komið fram á SPOT snemma á ferli sínum eru Kashmir (DK, 1997), Sigur Rós (IS, 1999), The Raveonettes (DK, 2002), Junior Senior (DK, 2002), Mew (DK, 2005) og Oh No Ono (DK, 2007).

Kraumur tónlistarsjóður vinnur með og styður við For a Minor Reflection og Ólaf Arnalds, að gerð nýrra breiðskífna sem væntanlegar eru á árinu.

Tenglar
www.spotfestival.dk
Olafur Arnalds
For a Minor Reflection