Lay Low á tónlistarhátíðum víða um heim

May 9, 2009

Tónlistarkonan Lay Low leikur á tónlistarhátíðunum Glastonbury (UK), Slottsfjell (NO), Nuna (CA), Pohoda (SK) og End of the Road (UK) í sumar.

Breiðskífa Lay Low (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir), Farewell Good Night’s Sleep, er að koma út víða um veröldina núna í vor og sumar. Útgáfunni er fylgt eftir með kynningu og tónleikhaldi. Í apríl kom Lay Low fram á tónlistarhátíðinni Musexpo í Los Angeles, auk tónleika á KCRW útvarpsstöðinni og Hotel Café þar í borg.

Í sumar taka við tónleikar á nokkrum stærstu og skemmtilegustu tónlistarhátíðum sumarsins; m.a. Glastonbury og End of the Road á Bretlandseyjum og Slottsfjell í Noregi.

Kraumur styður við tónleikahald og kynningu Lay Low á erlendum vettvangi.

Vefur: Lay Low á MySpace