Tónlistarhátíð unga fólksins

July 30, 2009

Kraumur styður tónlistarhátíð unga fólksins sem haldin verður í annað sinn dagana 4.-16. ágúst í Tónlistarskóla Kópavogs, Molanum Salnum í Kópavog.

Tónlistarhátíð unga fólksins verður haldin verður í annað skipti 4.-16.ágúst næstkomandi. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti á síðasta ári í Salnum í Kópavogi, Tónlistarskóla Kópavogs og Molanum. Markmið hátíðarinnar er að skapa vettvang þar sem tónlistarnemendur á hinum ýmsu stigum náms geta komið saman og lært af frábærum listamönnum.

Hátíðin er tvískipt. Annars vegar eru námskeið fyrir tónlistarnema á öllum aldri og hins vegar er tónleikaröð í Salnum í Kópavogi. Á tónleikunum koma fram listamenn á heimsmælikvarða frá hinum ýmsu löndum t.d. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Michael Rauter sellóleikari. Tímasetning námskeiðanna er engin tilviljun. Þessum tveimur seinustu vikum er ætlað að verða nemendum sem vítamínsprauta í byrjun skólaárs og gefa þeim tækifæri til að vinna hérlendis með framúrskarandi tónlistarfólki.

Tónlistarhátíðin vakti mikla athyggli í fyrra og sótti mikill fjöldi fólks tónleikana og námskeiðin. Í ár hafa nú þegar 80 manns skráð sig á námskeið og munu yfir 100 tónlistarmenn koma fram á vegum hátíðarinnar. Búist er við fjölda fólks á tónleikana í Salnum sem eru sjö talsins.

Kraumur styður við Tónlistarhátíð unga fólksins.

Hlekkir
Tónlistarhátíð unga fólksins – heimasíða
Tónlistarhátíð unga fólksins – salurinn.is