Dikta vinnur að nýrri breiðskífu

October 8, 2009

Hljómsveitin Dikta vinnur að nýrri breiðskífu með stuðningi Kraums.

Hljómsveitin Dikta vinnur hörðum höndum að nýrri breiðskífu í samstarfi og með stuðningi Kraums. Meðal þeirra sem koma að vinnslu plötunnar er sænski upptökustjórinn Jens Bogren, en afrakstur samstarfs þeirra má m.a. heyra í laginu “Let Go” sem hefur verið mikið spilað á útvarpsstöðvum síðustu mánuði og verður að finna á nýju plötunni.

Dikta hefur til þessa gefið út tvær breiðskífur; Andartak (2002, Mistak Records) og Hunting for Happiness (2005, Smekkleysa). Sú síðarnefnda var valin ein af 100 bestu plötum Íslandssögunnar í vali Rás 2, Félags Íslenskra Hljómplötuútgáfna og Tonlist.is.

Næstu tónleikar Dikta
8. október –  Októberfest HÍ
13. október – Menntaskólinn við Sund
15. október – Iceland Airwaves, Listasafnið
16. október – Iceland Airwaves, Sódóma

Hlekkir
Dikta.net
Myspace.com/dikta