Mörg járn í eldinum hjá Ólafi Arnalds

October 9, 2009

Ólafur Arnalds gefur lög á Twitter, hvetur til sköpunar við verk sín á Flickr og vinnur að nýrri breiðskífu

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið iðinn við tónleikahald erlendis í ár og meðal annars komið fram á tónlistarhátíðunum SPOT í Árósum og núna nýlega Reeperbahn í Hamborg við góðan orðstír.  Ólafur undirbýr nú tónleikhald hérlendis og vinnur sömuleiðis að nýrri breiðskífu, sem nokkrar erlendar plötuútgáfur hafa sýnt áhuga á að gefa út.

Í vor og sumar gaf Ólafur aðdáendum sínum kost á að nálgast hjá sér frí lög gegnum aðgang sinn að samkskiptanetinu Twitter. Nokkur lagana gaf hann síðan út á EP plötunni Found Songs. Ólafur gaf fólki jafnframt kost á að gera myndir við lögin og setja á sérstaka Flickr síðu, en stefnt er að því að nota einhverjar myndana við sérstaka vínyl útgáfu af Found Songs.

Ólafur er ekki aðeins að búa til tónlist eins síns liðs því ásamt Janus Rasmussen úr Bloodgroup skipar hann elektró-teknó dúóið Kiasmos, sem er býsna frábrugðin klassískri/neó-klassískri sóló tónlist hans.

Ólafur tók þátt í You Are in Control ráðstefnu ÚTÓN / Iceland Music Export þar sem miðlaði reynslu sinni við að koma sér og tónlist sinni á framfæri á netinu sem ræðumaður í panelnum ‘Live Work And Digital Promotion’.

Ólafur Arnalds var tilnefndur til Kraumsverðlaunanna árið 2008 fyrir breiðskífu sína Variations of Static.

Kraumur styður og vinnur með Ólafi Arnalds við gerð hans nýjustu breiðskífu og tónleikahald á landsbyggðinni

Næstu tónleikar
Sep 24 2009      NASA, Reykjavík, IS
Sep 25 2009     Uppsala Konsert & Kongress, Uppsala, SE
Sep 26 2009     Reeperbahn Festival     Hamburg, DE
Oct 13 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet PREMIERE), London, UK
Oct 14 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 15 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 16 2009     Saddler’s Wells Theatre (’Dyad 1909’ ballet performance), London, UK
Oct 17 2009     Iceland Airwaves Festival, Reykjavík, IS
Dec 16 2009     Grimaldi Forum (’Dyad 1909’ ballet performance), Monaco
Dec 17 2009     Grimaldi Forum (’Dyad 1909’ ballet performance), Monaco

Hlekkir:

Ólafur Arnalds á MySpace
Kiasmos á MySpace
Ólafur Arnalds á Twitter
Ólafur Arnalds á LoFi.tv
Ólafur Arnalds á Wikipedia
Ólafur Arnalds’ Found Songs on Erased Tapes
Found Songs á Flickr