Íslenskt tónlistarlíf í tónum og myndum

October 13, 2009

Myndir og Mayhem! Ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða í Kaffistofunni við Hverfisgötu 42, dagana 14-20 október.

Myndir og Mayhem, ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar helguð íslensku tónlistarlífi og fjölbreytt tónlistardagskrá henni samhliða, verður opnuð miðvikudaginn 14. október og mun standa yfir Airwaves hátíðina, og tveim dögum betur, þ.e.a.s. dagana 14.-20. október.

Tónleikadagskráin samanstendur af bæði ungum og upprennandi hljómsveitum á borð  við Sykur, Miri og Sudden Weather Change – sem og lengra komnum hljómsveitum á borð við Reykjavík! og Mammút.

Hörður Sveinsson hefur síðustu ár ljósmyndað aragrúa hljómsveita og listamanna og má þar nefna Björk, Sigur rós, Emilíönu Torrini, múm, Megas, Magna og Mugison. Hörður hefur ekki síður verið iðinn við að ljósmynda nýjar og spennandi hljómsveitir, sem sjá má á heimasíðum og MySpace síðum tugi íslenskra hljómsveita og listamanna, má þar nefna Agent Fresco, For A Minor Reflection og Retro Stefson.

Tónlistarprógrammið og sýningin er haldin í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð. Kraumur hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, styðja við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan. Útluflutningskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN / IMX) og Listaháskóli Íslands styðja einnig við syninguna.

Sýningin verður til húsa í Kaffistofunni sem er nemendagallerí sem myndlistarnemar við LHÍ reka við Hverfisgötu 42.

Hlekkir:
Hörður Sveinsson heimasíða
Hörður Sveinsson á Flickr

_______________________________________
Tónleikadagskrá

Miðvikudagur
18:30 : Sýning opnar
18:30 : Fritzl Kids DJ set
20:00 : Reykjavik
21:00 : Suden Weather Change

Fimmtudagur
17:00 : DJ Flugvél og geimskip
18:00 : Mammút

Föstudagur
17:00 : Sykur
18:00 : Who Knew
19:00 : Tilkynnt síðar/TBA

Laugardagur
17:00 : Japanese super shift and the future band
18:00 : Miri
19:00 : Tilkynnt síðar/TBA
_______________________________________