Úthlutun úr Kraumi tónlistarsjóði í apríl 2014
Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2014. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 28. febrúar.
Kraumur er sjálfstæður sjóður og starfsemi á vegum Auroru Velgerðasjóðs sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi og faglegri aðstoð við unga listamenn. Auðvelda tónlistarfólki að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri.
Tónlistarfólk og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar geta sótt um stuðning fyrir verkefni sín. Nánari upplýsingar um áður veitta styrki og leiðbeiningar vegna umsókna er að finna á heimsíðu Kraums undir Umsóknarferli 2014.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á info[a]kraumur.is en umsóknum og fylgigögnum skal einnig skila bréfleiðis á Kraumur tónlistarsjóður / Pósthólf 124, 121 Reykjavík.