Kimi & Kraumur á Smiðjustíg

October 15, 2008

Kraumur í samvinnu við Kimi útgáfuna hefur sett saman dagskrá í æfingahúsnæði nokkurra hljómsveita á Smiðjustíg 4a (við hlið Grand rokk) í dag og á morgun.

Þar munu vonarstjörnurnar í Retro Stefson, sem gaf í víkunni út sína fyrstu breiðskífu ‘Montaña’, koma fram ásamt; Reykjavík!, Dísu, Samamidon, Morðingjunum, Arnljótum og vinum, Borko og leynigestum.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.