Stofutónleikar á Listahátíð 2009

October 28, 2008

Kraumur vekur athygli á auglýsingu frá Listahátíð í Reykjavík þar sem auglýst er eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009.

Óskað er eftir tónlistarfólki á öllum sviðum tónlistar. Fjöldi flytjenda má vera frá einum til fimm. Umsóknum fylgi upplýsingar um efnisskrá, flytjendur og húsnæði sem tekur að lágmarki 25 manns í sæti. Valið verður úr innsendum umsóknum og öllum umsækjendum svarað.

Umsóknir berist eigi síðar en 25. nóvember til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar “stofutónleikar”.